„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 16:
Stofnskránni var fyrst breytt árið [[1968]] þegar komið var á [[sérstök dráttarréttindi|sérstökum dráttarréttindum]] (e. special drawing rights (SDR), eins konar blandaðri gjaldmiðlakörfu stærstu gjaldmiðlanna, sem er eingöngu notað af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hinn [[15. ágúst]] [[1971]] ákvað ríkisstjórn Bandaríkjanna að afnema tengingu dollarans við gengi gulls. Stofnskránni var aftur breytt árið [[1978]] þegar [[flotgengi]]sstefnan var tekin upp og [[gullfótur]]inn var afnuminn. Stofnskránni var breytt árið 1990 í þriðja skiptið þegar sjóðurinn gat ákveðið að svipta aðildarríki [[atkvæðisréttur|atkvæðisrétti]] tímabundið. Árið [[1998]] var 21,4 milljarðar SDR úthlutað til aðildarríkjanna, tvöföldun á þeirri fjárhæð sem þegar hafði verið úthlutað.
 
Í ágúst [[1982]] skall á skuldakreppa í [[Mexíkó]] þegar þarlend stjórnvöld lokuðu gjaldeyrismarkaði sínum og tilkynntu að þau myndu ekki geta staðið við greiðslur af erlendum lánum. Þá fór starfsemi sjóðsins í meiri mæli að snúast um að fjármagna skuldir [[þróunarland]]a. Með falli [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] undir lok níunda áratugar síðustu aldar og svo [[AsíukreppanFjármálakreppan 1997í Asíu|kreppunni í Asíu 1997]] hefur reynt á skipulag alþjóðakerfisins og hætt verið við hnattrænni heimskreppu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur leikið lykilhlutverk í viðspyrnuaðgerðum og mótað enduruppbyggingu fyrrverandi Sovétríkja.
 
== Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Ísland ==