„Skriðdreki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
laga íslensku
m Tók aftur breytingar 212.30.240.34 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Maxí
Merki: Afturköllun
Lína 7:
Flestir skriðdrekar eru knúnir áfram af [[díselvél]]um og með stóra rafmagnsmótora til að snúa skotturni o.fl. Áhöfn skriðdreka eru 3 til 4 menn: ''foringi'', ''skytta'', ''hleðslumaður'' (nema ef sjálfhleðslubúnaður er til staðar) og ''ekill''.
 
Skriðdrekar ráðast oftast á óvin með beinni árás framan frá, en þar sem snúa má skotturni 360° þá geta þeir einnig skotið til hliðar og fyrir aftan skriðdrekann. Í [[orrusta|skriðdrekaorrustu]] hefur sá oftast betur sem nær að skjóta fyrsta skotinu, þ.a. miklu skiptir að áhöfnin vinni hratt og fumlaust. Foringinn situr efst í skotturninum og reynir að finna skotmark og skipar skyttunni að skjóta á það. Ekki síður er mikilvægt að dyljast og því reynir ekillinn að aka eftir landslagi og ekur jafnvel í var á meðan hleðslumaður hleður aðalbyssuna.
 
Samkvæmt hefð er skriðdrekum skipt í þrjá þyngdraflokka: ''létta'', ''miðlungs'' og ''þunga''. Við hönnun nútímaskriðdreka er reynt að sameina kosti allra þyngdraflokka og kallast þeir þá '''orrustuskriðdrekar''' (e. ''main battle tanks'') og geta verið allt að 65 [[tonn]] að þyngd.