„Lê Đức Thọ“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 44:
Thọ og [[Henry Kissinger]] voru sæmdir friðarverðlaunum Nóbels árið 1973 fyrir störf þeirra í samningu friðarsáttmálans í París.<ref>{{cite web | title =The Nobel Peace Prize 1973 | publisher =Nobel Foundation | url =http://nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/1973/press.html | accessdate =31 December 2006 }}</ref> Thọ neitaði hins vegar að veita verðlaununum viðtöku með þeirri röksemd að friði hefði enn ekki verið náð og að hvorki Bandaríkin né Suður-Víetnam hefðu uppfyllt skilmála sáttmálans:
{{tilvitnun2|En síðan Parísarsamningurinn var undirritaður hafa Bandaríkin og stjórnin í Saígon haldið áfram að brjóta gegn ýmsum lykilákvæðum samkomulagsins. Stjórnin í Saígon hefur, með stuðningi og hvatningu Bandaríkjanna, haldið áfram stríðsrekstri sínum. Eiginlegum friði hefur í raun ekki verið náð í Suður-Víetnam. Undir þessum kringumstæðum get ég ómögulega þegið friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1973 sem nefndin hefur sæmt mig. Þegar Parísarsáttmálinn um Víetnam er virtur, vopnin hafa þagnaðhljóðnað og raunverulegur friður ríkir í Suður-Víetnam get ég íhugað að veita verðlaununum viðtöku.<ref>{{cite news|last=Lewis |first=Flora |title=Tho Rejects Nobel Prize, Citing Vietnam Situation |url=http://www.blackandwhitecat.org/2010/12/11/why-le-duc-tho-refused-his-nobel-peace-prize/ |archive-url=https://web.archive.org/web/20110101172147/http://www.blackandwhitecat.org/2010/12/11/why-le-duc-tho-refused-his-nobel-peace-prize/ |url-status=dead |archive-date=1 January 2011 |accessdate=30 June 2013 |newspaper=The New York Times |date=24 October 1973 |df= }}</ref>}}
 
Vopnahléð entist ekki til lengdar og Víetnamstríðinu lauk ekki fyrr en Saígon var hertekin árið 1975 og Norður-Víetnam innlimaði Suður-Víetnam.