„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 157:
 
=== Egyptaland ===
{{Aðalgrein|Egyptaland hið forna}}
Um svipað leyti og menningarsvæði Súmera hóf útþenslu var Egyptaland sameinað úr tveimur aðgreindum ríkjum, Neðra- og Efra-Egyptalandi, árið 3150 f.Kr. Sögu Forn-Egyptalands er að jafnaði skipt í þrjú tímabil sem kennd eru við konungsættir.<ref name=":1" />
* Fornöld (3100-2660 f.Kr.)
Lína 169 ⟶ 170:
 
=== Persía ===
{{Aðalgrein|Persaveldi}}
[[Mynd:Achaemenid Empire (flat map).svg|thumb|Persneska heimsveldið undir stjórn Darius mikla (552-584 f.Kr)]]
[[Persaveldi|Persar]] ruddu sér til rúms á 6. öld f. Kr. Valdatíð þeirra stóð frá 559 f. Kr. og allt til 330 f. Kr þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Makedóníumönnum með [[Alexander mikli|Alexander]] mikla í broddi fylkingar. Hefðbundið er að tengja upphaf Persaveldis við [[Kýros mikli|Kýrus]] milda (576-530 f.Kr.) sem lagði grunninn að fjölmenningarlegu heimsveldi Persa sem átti síðar eftir að verða það stærsta í sögu fornaldar undir stjórn Daríusar mikla (552-486 f.Kr.). Alexander mikli lagði áherslu á að viðhalda stærð og styrk Persaveldis eftir að hann hafði sigrað það og tekið sér stöðu Persakonungs árið 330 f. Kr. Veldi Alexanders varð þó skammlíft, en hann lést af veikindum árið 323 f.Kr. og þar með liðaðist gríðarlegt veldi hans í sundur.<ref>McKay, ''A History of World Societies'', bls. 58-59</ref>
 
=== Grikkir ===
{{Aðalgrein|Grikkland hið forna}}
Saga [[Grikkland|Grikklands]] til forna er jafnan miðuð við upphaf hins grískumælandi heims um 1600 f. Kr. Vísun til Forn-<nowiki/>[[Grikkland hið forna|Grikkja]] takmarkast ekki við það landsvæði sem við þekkjum sem Grikkland í dag heldur nær yfir víðfeðmara svæði þar sem grískumælandi íbúar dvöldu í fornöld. Vestræn menning nútímans er jafnan álitin eiga sér rætur í grískum menningaráhrifum sem [[Rómaveldi|Rómverjar]] báru síðan með sér til Evrópu
 
 
=== Rómaveldi og Býsansríkið ===
{{Aðalgrein|Rómaveldi|Austrómverska keisaradæmið}}
[[Mynd:Roman Empire Trajan 117AD.png|thumb|Rómarveldi stærst árið 117 undir stjórn Trajanusar]]
[[Rómaveldi|Róm]] varð lýðveldi um 510 f.Kr. og varð í kjölfarið að stórveldi. Landvinningar á Appenínaskaganum og sigrar á grískum nýlendum á Ítalíu komu þeim í kjörstöðu við norðanvert Miðjarðarhaf. Rómverjar háðu síðar þrjú stríð, kölluð púnversku stríðin (264-241 f.Kr.), sem tryggðu þeim yfirráð fyrir botni [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]]. og um hafið vestanvert Frekari landvinningar skiluðu þeim jafnframt yfirráðum á [[Spánn|Spáni]] og í [[Frakkland|Frakklandi]].<ref>McKay, ''A History of World Societies'', bls. 143-146</ref>
Lína 183 ⟶ 186:
 
=== Íslam og kalífatið ===
{{Aðalgrein|Kalífadæmi hinna réttlátu|Umayya-kalífadæmið|Abbasídaveldið}}
[[Mynd:Age of the Caliphs (2709972663).jpg|thumb|270x270dp|Myndin sýnir úþenslu kalífatsins ]]
Á 6.öld var Austurlöndum nær skipt milli tveggja ríkja, Austrómverska keisaradæmisins í vestri og [[Sassanídar|Sassanída]]<nowiki/>veldisins í austri. Pattstaða var komin upp í harðvítugum deilum ríkjanna sem rekja mátti til langvarandi hernaðar milli Rómaveldis og Persíu. Við þessar kringumstæður reis upp nýtt afl sem gerði tilkall til valda í Mið-Austurlöndum, arabískt veldi [[Íslam]].<ref>Esposito, ''The Oxford History of Islam'', bls. 1-3</ref> Í kjölfar andláts spámannsins [[Múhameð|Múhameðs]] (570-632) hófu eftirmenn hans umtalsverða landvinninga sem teygðu sig langt út fyrir upptök sín á Arabíuskaganum. Árangurinn reyndist undraverður og innan við 100 árum eftir fráfall spámannsins hafði útrás Araba náð að Indlandi í austri og til Spánar í vestri. Stjórnskipun ríkisins var til að byrja með í höndum Rashidun-kalífanna (623-661) en að valdatíð þeirra lokinni er hefðbundið að tala um valdatíð [[Umayya-kalífadæmið|Umayyad]]<nowiki/>-kalífatsins (661-750) og síðar [[Abbasídaveldið|Abbasída]]<nowiki/>-kalífatsins (750-1258).<ref>Cleveland, Bunton, ''A History of the Modern Middle East'', bls. 4-15</ref> Á 10. öld gekk kalífatið í gegnum hnignunartímabil. Landamissir og efnahagserfiðleikar gerðu að verkum að heimsveldið liðaðist smám saman í sundur og svigrúm skapaðist fyrir nýja aðila að taka við stjórnartaumunum.<ref>Esposito, ''The Oxford History of Islam'', bls. 351</ref>
 
=== Ottómanaveldið ===
{{Aðalgrein|Tyrkjaveldi}}
Ottómanar komust til valda á fyrri hluta 15. aldar í [[Anatólía|Anatólíu]] á því svæði sem við þekkjum í dag sem [[Tyrkland]]. Eftir að hafa náð Konstantínópel á sitt vald árið 1453 og gert hana að höfuðborg sinni hófu [[Tyrkjaveldi|Ottómanar]] skipulega útþenslu ríkisins til suðurs og austurs inn í Mið-Austurlönd árið 1514. Áður en langt um leið höfðu Ottómanar innlimað fyrrum Býsansríkið eins og það lagði sig og á 16.öld beindu þeir augum sínum vestur með Miðjarðarhafinu og inn í Norður-Afríku. Á hápunkti sínum náði veldi Ottómana til Ungverjalands í Evrópu, Alsírs í Norður-Afríku, umhverfis [[Rauðahaf|Rauðahafið]] og einnig suður með [[Persaflói|Persaflóa]]. Ottómanaveldið var eitt stærsta, best skipulagða og langlífasta heimsveldi sögunnar en valdatíð þess náði yfir 6 aldir (1299-1922).<ref>McKay, ''A History of World Societies'', bls. 587-595</ref>