Munur á milli breytinga „Mið-Austurlönd“

 
==== Austræna rétttrúnaðarkirkjan ====
{{Aðalgrein|Rétttrúnaðarkirkjan}}
Til austrænu rétttrúnaðarkirkjunnar telur sig sá fjöldi kristinna manna sem fylgir þeim trúarkenningum og hefðum sem settar voru fram á fyrstu sjö kirkjuþingunum. Kirkjan kallar sig rétttrúnaðarkirkju (e. orthodox) til þess að ítreka þá skoðun sína að innan kristins samfélags hafi hún ein viðhadið réttri trú og að aðrar útgáfur kristninnar séu villutrú. Ólíkt rómversk-kaþólsku kirkjunni, sem sér um slíkt sjálf, skipaði Býsanskeisari patríarka, eða páfaígildi, kirkjunnar og hafði hann aðsetur í Konstantínópel (Istanbúl).