„Aden“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Hús í gömlu borginni í Aden. '''Aden''' er hafnarborg í Jemen. Borgin stendur á eiði við Adenflóa um 70...
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Aden''' er [[hafnarborg]] í [[Jemen]]. Borgin stendur á eiði við [[Adenflói|Adenflóa]] um 70 km austan við [[Bab-el-Mandeb]] þar sem siglt er inn í [[Rauðahaf]]ið. Íbúar eru um 800 þúsund. Höfnin í Aden er gígur kulnaðs eldfjalls. [[Bretland|Bretar]] lögðu borgina undir sig árið 1839 þar sem hún var mikilvæg bækistöð á sjóleiðinni til [[Indland]]s. Borgin var undir stjórn [[Breska Indland]]s til 1937 þegar hún varð höfuðborg [[Adennýlendan|Adennýlendunnar]]. [[Adenkreppan]] hófst með uppreisn gegn bresku nýlenduherrunum árið 1963. Nýlendan varð sjálfstæð sem [[Alþýðulýðveldið Suður-Jemen]] árið 1967 með Aden sem höfuðborg. Þegar Suður-Jemen sameinaðist [[Norður-Jemen]] árið 1990 varð Aden höfuðstaður [[Adenumdæmi]]s.
 
Í [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í Jemen]] frá 2015 hefur Aden lengst af verið aðsetur stjórnar [[Abdrabbuh Mansur Hadi]] forseta á meðan höfuðborgin [[Sana]] er í höndum uppreisnarhers [[Hútar|Húta]]. Í ágúst árið 2019 tókst [[Umbreytingaráð suðursins|Umbreytingaráði suðursins]], sveitum aðskilnaðarsinna sem vilja aukið sjálfræði í suðurhluta Jemens, hins vegar að hertaka borgina og hrekja stjórnarherinn burt úr henni.<ref>{{Vefheimild|titill=Brestir í hernaðarbandalagi gegn Hútum í Jemen|url=https://www.ruv.is/frett/brestir-i-hernadarbandalagi-gegn-hutum-i-jemen|útgefandi=RÚV|ár=2019|mánuður=11. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=18. september|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Að­skilnaðar­sinnar ná yfir­ráðum á for­seta­höllinni í Jemen|url=https://www.visir.is/g/2019190819885|útgefandi=''Vísir''|ár=2019|mánuður=11. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=18. september|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/adskilnadarsinnar-treysta-stodu-sina-i-aden|titill=Aðskilnaðarsinnar treysta stöðu sína í Aden|útgefandi=RÚV|ár=2019|mánuður=29. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=18. september|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref> Borgin er enn í höndum aðskilnaðarsinnanna.
{{stubbur}}
 
==Tilvísanir==
<references/>
{{stubbur}}
[[Flokkur:Borgir í Jemen]]
[[Flokkur:Hafnarborgir við Indlandshaf]]