„Rómaveldi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.72.34 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Þjarkur
Merki: Afturköllun
Lína 1:
[[Mynd:Roman Empire Map.png|thumb|400px|Kort af rómverska heimsveldinu þegar það var stærst, á tímum [[Trajanus]]ar [[98]]-[[117]] e.Kr.]]{{Fornfræðigátt}}
<onlyinclude>'''Rómaveldi''' eða '''rómverska heimsveldið''' var ríki og menningarsvæði í kringum [[Miðjarðarhaf]] og í [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]] sem var stjórnað frá [[Róm]]arborg. Samkvæmt fornri trú var Róm stofnuð árið [[753 f.Kr.]] Um miðja 4. öld f.Kr. hófst útþensla ríkisins sem varð um síðir að heimsveldi. Rómaveldi stóð öldum saman en venja er að miða endalok Rómaveldis við árið [[476|476 e.Kr.]] (þegar síðasta [[Rómarkeisari|keisaranum í Róm]] var steypt af stóli). Eftir það lifði þó [[austrómverska keisaradæmið]], sem klofið hafði verið frá því [[Vestrómverska keisaradæmið|vestrómverska]] árið [[364]] og var stjórnað frá [[Konstantínópel]]. Sögu rómverska heimsveldisins má skipta í þrjú tímabil: [[rómverska konungdæmið]], [[rómverska lýðveldið]] og [[rómverska keisaradæmið]]. Það var ekki fyrr en seint á lýðveldistímanum og á tíma keisaradæmisins sem yfirráðarsvæði Rómar fór að færast út fyrir [[Appennínaskagi|Appennínaskagann]].</onlyinclude>Rómversk menning hafði mikla sögulega endurómum á [[Vesturlönd]]um í þróun á sviði [[Lög|laga]], [[stríð]]s, [[tækni]], [[Bókmenntir|bókmennta]], [[list]]ar og [[byggingarlist]]ar.
 
== Saga ==
Lína 44:
{{Aðalgrein|Rómverska keisaradæmið}}
 
Kóngurinn sem er meistari[[Mynd:Statue-Augustus.jpg|thumb|left|110px|[[Ágústus]].]]
[[Mynd:Kunsthistorisches Museum Vienna June 2006 028.jpg|thumb|right|110px|[[Trajanus]].]]
Þegar [[Ágústus]] hafði sigrað andstæðinga sína voru völd hans nánast ótakmörkuð enda þótt hann gætti þess vandlega að viðhalda stjórnarformi lýðveldisins í orði kveðnu. Eftirmaður hans, [[Tíberíus]], tók við völdunum án átaka. Þannig festist [[Júlíska-cládíska ættin]] í sessi sem valdhafar og hélt þeirri stöðu þar til [[Neró]] lést árið [[68]]. Útþensla Rómaveldis hélt áfram og ríkið stóð föstum fótum þrátt fyrir að til valda kæmust keisarar sem voru álitnir spilltir (til dæmis [[Caligula]] og e.t.v. einnig Neró). Eftir dauða Nerós var stuttur óvissutími í rómverskum stjórnmálum og á einu ári komust fjórir keisarar til valda. Að lokum tók þó við stjórn [[Flavíska ættin|flavísku ættarinnar]]. Flavíska ættin fór með völdin í Róm til ársins [[96]] en þá tók við tími „[[Góðu keisararnir fimm|góðu keisaranna fimm]]“ sem varði til ársins [[180]]. Á þessum tíma var Rómaveldi stærst og efnahagsleg og menningarleg áhrif þess náðu hámarki. Ríkinu var hvorki ógnað að utan né innan.