Munur á milli breytinga „Marie Curie“

105 bætum bætt við ,  fyrir 9 mánuðum
 
 
== Pierre ==
[[Mynd:Pierre and Marie Curie.jpg|thumb|right|Hjónin Pierre og Marie Curie á rannsóknarstofu sinni.]]
Marie kynntist manni sínum, Pierre Curie, í gegnum sameiginlegan vin þeirra þegar hún var í leit að stærra vinnurými fyrir verkefni sem hún var að vinna að í námi sínu. Hann var aðeins eldri en hún, fæddur 15. maí 1859. Pierre fær áhuga á þessari bráðgáfuðu pólsku konu sem hefur gaman af því að spjalla um eðlisfræði alveg eins og hann. Þau kynnast vel en Marie hikaði allengi við að hleypa honum að sér, því hún hafði brennt sig á ástinni á Kasmir, fyrrverandi elskhuga sínum. Pierre fær alla í lið með sér, meira að segja Bronyu, til að telja Marie á að giftast sér. Hann reyndi allt, sagðist meira að segja gefa eðlisfræðina upp á bátinn og flytja til Póllands ef hún vildi, bara til að vera með henni. Hún var mjög stíf en loksins kom að því að hún játaðist honum. Hún varð honum mjög ástrík og góð eiginkona og ól honum tvær dætur, þær Irene og Evu Curie.<ref> Curie, Eva, bls. 105-118; Geir Hallgrímsson o.fl., bls 174.</ref>