„Körfuknattleiksdeild ÍR“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Dammit steve (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 13:
| eigandi =
| formaður = [[Guðmundur Óli Björgvinsson]]
| þjálfari = ('''KK''') [[BorcheBorce Ilievski]]<br>('''KVK''') Ólafur Jóhann Sigurðsson
| titlar = ('''KK''') 15 Íslandsmeistartitlar <br />('''KVK''') 0 Íslandsmeistartitlar
| heimasíða = [http://www.ir.is/karfa/ ir.is/karfa]
Lína 41:
* Nr.21 Sigurkarl Róbert Jóhannesson - Ísland - Fyrirliði - Framherji
 
Þjálfari ÍR-inga er [[Borce Ilievski]]
 
Í þjálfarateyminu eru til dæmis, Árni Eggert Harðarson og Sveinbjörn Claessen
Lína 50:
Einhverjar breytingar urðu á leikmannahóp ÍR fyrir næsta tímabil (2017-2018). Miðherjinn Ryan Taylor, sem leikið hafði með Marshall skólanum í Bandaríkjunum gekk til liðs við liðið sem hóf tímabilið vel. Hver sigurinn kom á fætur öðrum og ljóst var að bjart var yfir körfuboltanum í Breiðholti. Eftir gott tímabil, sem smá hiksti inn á milli, enduðu ÍR-ingar í 2. sæti deildarinnar á eftir deildarmeisturum Hauka. Liðið hafði þá komist í úrslitakeppni annað árið í röð og aftur voru Stjörnumenn mótherjarnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Liðin skiptust á sigrum í fyrstu tveimur leikjunum og hafði hvort lið um sig varið sinn heimavöll. Í upphafi þriðja leiks liðanna dró til tíðinda þegar Ryan Taylor virtist hafa slegið landsliðsmiðherjann [[Hlynur Bæringsson|Hlyn Bæringsson]] í hnakkann. Hvorugur leikmannanna lék fleiri leiki í rimmunni, Taylor vegna banns og Hlynur vegna meiðsla, sem ÍR vann 3-1. Því næst tók [[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóll]] við, Taylor-lausir ÍR-ingar töpuðu fyrsta leiknum í Seljaskóla áður en þeir komu öllum á óvart og nældu sér í óvæntan sigur á einum erfiðasta útivelli landsins. Eftir að hafa jafnað rimmunna 1-1 misstu ÍR-ingar tökin og Tindastóll sigraði 3-1 og hélt áfram í úrslitaviðureignina.
 
Enn urðu breytingar á liðsskipan Breiðhyltinga, bandarísku leikmenn liðsins hurfu á braut, samningurinn við Ryan Taylor var ekki endurnýjaður og Danero Thomas hélt norður á Sauðárkrók. Ísfirðingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson kom til liðsins frá Grindavík og bandarísku leikmennirnir Gerald Robinson og Justin Martin skrifuðu undir í Hertz-hellinum. Meiðsli leikstjórnandans Matthíasar Orra Sigurðarsonar settu strik í leik liðsins á tímabilinu. Justin Martin þótti ekki standa undir væntinum og var bakvörðurinn Kevin Capers fenginn til að fylla í skarðið. Eftir erfitt tímabil höfnuðu ÍR-ingar í 7. sæti deildarinnar og fengu það hlutskipti að mæta vel mönnuðu [[Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur|Njarðvíkurliði]]. Ógnarsterkt lið Njarðvíkur sýndi getu sína snemma í viðureigninni og vann fyrstu tvo leikina. ÍR-ingar, sem höfðu misst Kevin Capers í leikbann eftir atvik í 1.leik, voru því með bakið uppi við vegginn. ÍR-ingar sýndu mátt sinn og megin og jöfnuðu viðureignina 2-2 og tryggðu sér þar með oddaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvíkurliðið átti þar engin svör við sterkum og öguðum varnaleik sem ÍR-ingar sýndu. Synir [[Borche Ilievski]] unnu að lokum með 12 stiga mun og komust í undanúrslit Íslandsmótsins, þar munu þeir mæta sínum "forna" fjanda í Stjörnunni.
 
== Ghetto Hooligans ==