„Haraldur blátönn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vargenau (spjall | framlög)
Lína 5:
 
== Ævi ==
Óvíst er hvenær hann fæddist en [[Sveinn Ástríðarson]] sagði [[Adam af Brimum]] seinna að hann hefði verið konungur í 50 ár. Það er þó óvíst en hann gæti hafa verið konungur með föður sínum, sem dó líklega um [[958]], e.t.v frá því um 940. Árið [[948]] sendi þýski keisarinn [[Ottó I (HRR)|Ottó 1.]] þrjá biskupa til Danmerkur til trúboðs og hefur það verið talið benda til þess að þá hafi Haraldur ráðið þar mestu, fremur en Gormur faðir hans, sem var mjög andsnúinn kristni. Haraldur var þó enn heiðinn þegar foreldrar hans dóu því hann lét gera yfir þau hauga að heiðnum sið. Líklega hefur hann tekið kristni fáum árum síðar því að Jalangurssteinninn er talinn reistur um [[965]] og þar er Haraldur sagður hafa lagt undir sig Danmörku alla og Noreg og kristnað Dani.
 
Raunar er hann sagður hafa verið þvingaður til þess af Ottó keisara að taka kristni en önnur sögn segir að hann hafi tekið kristni eftir að maður að nafni Poppo [[járnburður|bar járn]] til að sanna að nýja trúin væri betri en sú gamla. Haraldur lét skírast ásamt fjölskyldu sinni, hélt trúna vel og stofnaði biskupssetur að [[Rípur|Rípum]], í [[Slésvík]] og [[Árósar|Árósum]].
Lína 26:
 
{{commonscat|Harald Blåtand|Haraldi blátönn}}
 
==Tilvísanir==
<references/>