„Seltjarnarnes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 20:
 
== Lýsing ==
Seltjarnarneshreppur hinn forni náði frá [[Grótta|Gróttu]], sem þá var breitt nes en ekki eyja, að [[Elliðaár|Elliðaám]] og austur með þeim til fjalla. Hreppurinn náði þvert yfir nesið, frá [[Kollafjörður (Faxaflóa)|Kollafirði]] suður í [[Skerjafjörður|Skerjafjörð]]. Jörðin [[Kópavogur]] var í Seltjarnarneshreppi og það var [[Reykjavík]] vitaskuld einnig. Nú eru bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur um [[Eiðisvík]] að norðan og [[Lambastaðir|Lambastaðamýri]] að sunnan.
 
Nesið er láglent, hæst ber [[Valhúsahæð]], 31 m yfir sjávarmáli. Ströndin er vogskorin og hefur orðið töluvart [[landrof]] á nesinu af sjógangi, bæði við Gróttu og einnig við [[Seltjörn]], sem áður var tjörn eins og nafnið bendir til en er nú vík. Aftur á móti var [[Bakkatjörn]] áður vogur en var lokað og breytt í tjörn um 1960. Varnargarðar hafa verið hlaðnir víðast hvar við ströndina til að verjast ágangi sjávar. Bæði Grótta og Bakkatjörn eru friðlýstar og þar er fjölskrúðugt fuglalíf.
 
Allnokkrar jarðir voru á Seltjarnarnesi (m.a. [[Nes við Seltjörn]]) og var þar stundaður hefðbundinn búskapur en einnig var töluverð [[útgerð]] frá nesinu.
 
== Stjórnmál ==
Eftir að Lambastaðaland byggðist upp um og eftir síðari heimsstyrjöldina var ákveðið að byggðin yst á nesinu yrði sérstakt sveitarfélag og var það stofnað um áramótin 1947-1948. Seltjarnarnes fékk [[kaupstaðarréttindi]] [[29. mars]] [[1974]].
 
Núverandi bæjarstjórnarmeirihluti er skipaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]] og hefur svo verið um áratuga skeið. [[Sigurgeir Sigurðsson (bæjarstjóri)|Sigurgeir Sigurðsson]] var sveitarstjóri og síðan bæjarstjóri á Seltjarnarnesi í 37 ár, eða frá [[1965]] til [[2002]]. [[Jónmundur Guðmarsson]] tók við af honum en nú gegnir [[Ásgerður Halldórsdóttir]] starfi bæjarstjóra.
 
Sjá nánar: