„Keila (fiskur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
SpillingBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: breyti texta (-[[Image: +[[Mynd:)
Lína 45:
Helst eru það Norðmenn, Íslendingar og Færeyingar sem veiða keilu og þá aðallega á [[lína (veiðarfæri)|línu]] sem aukaafla með öðrum fiski, en stundum slæðist hún í [[botnvarpa|botnvörpur]]. Í [[Maine-flói|Maine-flóa]] er hún líka veidd á [[sjóstöng]] af [[sportveiði]]mönnum. Veiðar á Keilu voru litlar við Ísland fram til [[1950]] en þá jókst veiðin úr 2000 [[tonn]]um að jafnaði í 6000 tonn en náði hámarki [[1960]] þegar yfir 10.000 tonn veiddust á Íslandsmiðum. Farið var að veiða keiluna skipulega um [[1990]] og mikilvægi hennar jókst samfara minnkandi þorskafla. Frá sama tíma hafa mælingar bent til minnkandi stofns og undanfarin ár hefur verið mælt með 3.500 tonna veiði á ári.
 
[[ImageMynd:Brosme_global_catch.png|thumb|350px|right|Heildarafli frá 1950 til 2003 samkvæmt tölum frá FAO]]
Heildarafli í heiminum var tæp 22 þúsund tonn árið [[2003]], en var mestur yfir 50 þúsund tonn árið [[1980]] sem bendir til þess að ofveiði hafi skaðað stofninn, en ekki er vitað hversu stór heildarstofninn er. Af [[stofnmælingar|stofnmælingum]] [[Hafrannsóknarstofnun Íslands|Hafrannsóknarstofnunar Íslands]] að dæma hefur [[vísitala veiðistofns]] lækkað frá 1990 en fer hækkandi frá því um [[2001]] sem gefur tilefni til að ætla að stofninn sé í hægum vexti.<ref>{{vefheimild|url=http://www.hafro.is/Astand/2005/keila-05.pdf|Nytjastofnar sjávar 2004/2005 - aflahorfur 2005/2006|11. apríl|2006}}</ref> Norðmenn veiða langmest af keilu í heiminum, eða 65% af heildaraflanum, en Íslendingar fylgja þar á eftir<ref>{{vefheimild|url=http://www.fao.org/figis/servlet/species?fid=2217|FIGIS - FAO/SIDP Species Identification Sheet: Brosme brosme|11. apríl|2006}}</ref>. Mest af því sem veiðist af keilu er saltað til útflutnings, en lítill hluti er frystur. Keila er ekki á [[rauði listinn|rauða lista]] [[IUCN]] yfir tegundir í hættu, en hún er skráð af [[Bretland|bresku]] samtökunum [[Marine Conservation Society]] sem fiskur sem neytendur ættu að forðast að kaupa vegna hættu á ofveiði<ref>{{vefheimild|url=http://www.fishonline.org/search/simple/?fish_id=118&q=tusk&search=Search|Fishonline.org - Tusk|11. apríl|2006}}</ref>.