„Fyrra Kongóstríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
==Saga==
[[Mobutu Sese Seko]] hafði setið við völd sem [[einræðisherra]] í Saír frá árinu 1965 sem bandamaður vesturveldanna í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Hann hafði glatað fjárhagslegum stuðningi þeirra eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 og þegar kom fram á tíunda áratuginn rambaði Saír á barmi gjaldþrots.<ref name =vera>{{cite web | url=http://www.ruv.is/frett/milljonir-fellu-i-afriskri-heimsstyrjold | title = Milljónir féllu í afrískri heimsstyrjöld | author =[[Vera Illugadóttir]]| publisher =RÚV | year =2018}}</ref>
 
Árið 1994 varð [[þjóðarmorðið í Rúanda]], nágrannaríki Saír til austurs, til þess að um tvær milljónir [[Hútúar|Hútúa]] (þar á meðal helstu skipuleggjendur þjóðarmorðsins) flúðu til austurhluta Saír og settust þar að í gríðarstóðum flóttamannabúðum. Þjóðarmorðinu hafði lokið þegar uppreisnarfylking [[Tútsar|Tútsa]], RPF, undir stjórn [[Paul Kagame|Pauls Kagame]], lagði undir sig Rúanda en þjóðarmorðingjarnir lögðu nú á ráðin um að gera gagnárás inn í Rúanda og endurheimta völdin.<ref name =vera/> Til þess að kæfa þessar áætlanir í fæðingu gerðu ný stjórnvöld Rúanda ásamt bandamönnum sínum í Úganda innrás í Saír árið 1997 en dulbjuggu innrásina sem kongóska byltingu gegn Mobutu. Innrásarmennirnir veittu uppreisnarmanninum [[Laurent-Désiré Kabila]] stuðning sinn og gerðu hann að andliti og leiðtoga innrásarhersins.<ref name =vera/> Ljóst er þó að Paul Kagame og Rúandamenn fóru fyrir innrásinni á bak við tjöldin.