„Nadia Murad“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
Þann 16. desember 2015 sætti Murad yfirheyrslu um [[mansal]] hjá [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|öryggisráði]] [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|url=http://www.visir.is/g/2016160139870/brast-i-grat-vid-ad-segja-fra-vodaverkum-isis|titill=Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS|safnslóð=|safnár=|safnmánuður=|höfundur=Bjarki Ármannsson|eftirnafn=|fornafn=|höfundatengill=|meðhöfundar=|ár=2016|mánuður=31. janúar|ritstjóri=|tungumál=|snið=|ritverk=|bls=|útgefandi=|mánuðurskoðað=6. október|árskoðað=2018|tilvitnun=}}</ref> Þetta var í fyrsta sinn sem örygisráðið hlýddi á skýrslu um mansal.<ref name="عراق برس">{{cite news|title=ظهورجريء للفتاة الازيديية نادية مراد ابكى اعضاءً في مجلس الامن وصفق لها الحاضرون|url=http://www.iraqpressagency.com/?p=175408&lang=ar|work=عراق برس|date=18. desember 2015}}</ref>
 
Sem sendiherra fyrir Sameinuðu þjóðirnar tekur Murad þátt í alþjóðlegum herferðum fyrir vitundarvakningu á mansali og flóttafólki, og hefur talað við samfélög flóttafólks og hlustað á vitnisburði fórnarlamba mansals og [[þjóðarmorð]]a.
 
Í september árið 2016 talaði lögfræðingurinn [[Amal Clooney]] við [[Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna|Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna]] um ákvörðun sína að gerast saksóknari í ákæru Murad gegn foringjum íslamska ríkisins fyrir kynferðisbrot. Clooney lýsti þjóðarmorði, nauðgunum og mansali íslamska ríkisins sem „skrifræði illskunnar á iðnvæddu stigi“ og tók jafnframt fram að þrælamarkaður væri rekinn á vefnum, á Facebook og í miðaustrinu sem enn lifði góðu lífi. Murad hefur fengið fjölda alvarlegra líflátshótana fyrir störf sín.