„Evangelista Torricelli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Lítið er vitað um störf Torricellis á árunum 1632 til 1641 þegar Castelli sendi bréf frá Torricelli til Galileós sem þá var fangi á heimili sínu. Galíleó bauð Torricelli að heimsækja sig en hann þáði það ekki fyrr en þremur mánuðum áður en Galíleó lést. Á meðan hann dvaldi hjá Galileó þá skrifaði hann upp Fimmta dag af orðræðu Galileós. Eftir andlát Galíleós þann [[8. janúar]] [[1642]] bauð [[Ferdinand 2. stórhertogi]] honum að taka við af Galíleó sem konunglegur stærðfræðingur og prófessor í stærðfræði við Háskólann í [[Pisa]]. Þann [[11. júní]] [[1644]] skrifaði hann fleyg orð í bréfi til Michelangelo Ricci: „Noi viviamo sommersi nel fondo d'un pelago d'aria“ eða „Við lifum neðst á botni lofthafs“
Helsta uppgötvun Torricellis var kvikasilfursloftvog og hvatinn af því var að það þurfti að leysa vandamál en dælusmiði hertogans af Tuscany[[Toskana]] vildu dæla [[vatn]]i meira en 12 metra en fundu að aðeins var hægt að nota [[sogdæla|sogdælu]] til að dæla 10 m. Torricelli notaði sér að [[kvikasilfur]] hefur fjórtánfalda eðlisþyngd vatns og árið 1643 bjó hann til rör sem var lokað að ofan, fyllti það af kvikasilfri og setti í ílát með kvikasilfri. Kvikasilfurssúlan féll þá um 76 sm og fyrir ofan var lofttóm. Þetta var fyrsta loftvogin. Mælieiningin [[torr]] sem notuð er til í lofttæmimælingum er kennd við hann. Torricelli setti fram fyrstu vísindalegu skýringu á [[vindur|vindi]] en hann skilgreindi vind sem mismun í lofthita og þar með þéttleika milli tveggja svæða á jörðinni.
 
== Helstu rit ==