„Sigrid Undset“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 31:
Sigrid Undset fæddist þann 20. maí árið 1882 í [[Kalundborg]] í [[Danmörk]]u. Móðir hennar, Charlotte Gyth, var þar uppalin og komin af efnuðu dönsku fólki. Faðir hennar, Ingvald Undset, var virtur fornleifafræðingur frá [[Þrándheimur|Þrándheimi]] í [[Noregur|Noregi]]. Þegar Sigrid var tveggja ára flutti fjölskyldan til [[Ósló]]ar, þar sem Ingvald vann í fornminjadeild [[Óslóarháskóli|Óslóarháskóla]].<ref name=gerðursteinþórs>{{Vefheimild|titill=Nóbelsverðlaunahafinn sorgmæddi|höfundur=Gerður Steinþórsdóttir|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3313815|útgefandi=''Morgunblaðið''|ár=1998|mánuður=5. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. júní}}</ref>
 
Ingvald lést í desember árið 1893 og efnahagur mæðgnanna versnaði verulega í kjölfarið. Sigrid hætti námi þegar hún var sextán ára og hóf vinnu sem einkaritari í þýska fyrirtækinu [[AEG]] í Noregi til þess að afla heimilinu tekna. Sigrid hafði lagt stund á skáldskap og ljóðagerð frá unga aldri en hún tók þá ákvörðun að gerast rithöfundur þegar hún var átján ára.<ref name=gerðursteinþórs/> Fyrsta bók hennar, ''Frú Marta QulieOulie'', kom út árið 1907.<ref name=okkarámilli>{{Vefheimild|titill=Feimnin gat breyst í þótta|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5412679|útgefandi=''Okkar á milli''|ár=1988|mánuður=1. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. júní}}</ref> Fyrsta setning bókarinnar, sem var „Ég hef verið manninum mínum ótrú“, vakti mikla athygli í Noregi. Sigrid sagði upp skrifstofustarfinu árið 1909, þegar hún hafði gefið út tvær bækur, og var ákveðin í að gerast atvinnurithöfundur.<ref name=gerðursteinþórs/>
 
Sigrid hlaut rithöfundarlaun frá norska ríkinu og flutti til [[Róm]]ar til að vinna þar. Í Róm kynntist hún og varð ástfangin af norska málaranum Anders Castus Svarstad, sem var þrettán árum eldri en hún og átti konu og börn í Noregi. Sigrid og Anders giftust í [[Amsterdam]] árið 1912 og var Sigrid þá barnshafandi. Fyrsti sonur þeirra, Anders, fæddist árið 1913 í Róm en stuttu eftir fæðinguna flutti Sigrid aftur til Noregs án eiginmanns síns til að halda áfram ritstörfum. Þegar Anders fylgdi henni til Noregs reyndist hjónaband þeirra ekki farsælt til lengdar þar sem hann var lélegur fjölskyldufaðir og samband Sigridar við börn hans úr fyrra hjónabandinu var erfitt.<ref name=gidske>{{Vefheimild|höfundur=Gidske Anderson|titill=Nóbelshöfundurinn Sigrid Undset|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3309310|útgefandi=''Morgunblaðið''|ár=1998|mánuður=17. desember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. júní}}</ref> Sigrid og Anders eignuðust tvö börn til viðbótar en hjónaband þeirra var í reynd runnið út í sandinn árið 1919.<ref name=gerðursteinþórs/>