„Alan García“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 29:
 
==Æviágrip==
García fæddist til millistéttarfjölskyldu í [[Lima]], höfuðborg Perú. Hann gekk í háskóla í Lima, í [[Madríd]] og loks í [[París]], þar sem hann nam félagsvísindi. Árið 1976 gekk García í APRA-bandalagið og var kjörinn á perúska stjórnlagaþingið tveimur árum síðar. Hann var kjörinn formaður flokksins árið 1982 og var árinnárið 1985 kjörinn forseti Perú fyrir flokkinn. García var þá 36 ára og var rómaður fyrir persónutöfra sína og var fyrir þær sakir jafnvel líkt við [[John F. Kennedy]] Bandaríkjaforseta.<ref name=blaðið/>
 
Fyrri forsetatíð García einkenndist af mikilli niðursveiflu í perúskum efnahag, af [[Óðaverðbólga|óðaverðbólgu]], [[spilling]]u og af samfélagsóeirðum og ofbeldi af völdum [[Maóismi|maóistasamtakanna]] [[Skínandi stígur|Skínandi stígs]]. Þessi vandamál voru meðal annars rakin til misheppnaðrar tilraunar García til að þjóðnýta bankakerfið og til deilna hans við erlenda kröfuhafa, sem leiddu til þess að [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn]] lokaði á Perú.<ref name=blaðið>{{Vefheimild|titill=Úthrópaður útlagi hefst aftur til valda í Perú |url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5739101|útgefandi=''[[blaðið]]''|ár=2006|mánuður=10. júní|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=17. apríl}}</ref><ref name=helgarblaðið>{{Vefheimild|titill=Gulur forseti, rauð alþýða og hvít yfirstétt|höfundur=Dagur Þorleifsson|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3056489|útgefandi=''[[Helgarblaðið]]''|ár=1992|mánuður=30. apríl|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=17. apríl}}</ref> García lét af embætti árið 1990 þar sem forsetar í Perú mega ekki sitja fleiri en eitt kjörtímabil í röð. Við honum tók [[Alberto Fujimori]], sem átti um hríð eftir að breyta Perú í [[einræði]]sríki.