„Tékkland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 176:
 
=== Kommúnistaríkið og Vorið í Prag ===
Í kosningum [[1946]] hlutu kommúnistar 40% greiddra atkvæða og mikilvæg embætti í stjórn landsins. [[1948]] hrifsuðu þeir til sín öll völd í landinu gerðust hallir undir [[Moskva|Moskvu]]. Edvard Beneš, sem aftur var orðinn forseti, neitaði að skrifa undir nýja stjórnarskrá og sagði af sér. Klement Gottwald, leiðtogi kommúnista, lýsti því yfir stofnun nýs sósíalísks lýðveldis og var fyrsti forseti þess. [[1968]] var [[Alexander Dubček]] formaður kommúnistaflokksins og [[Ludvík Svoboda]] varð forseti. Þeir voru báðir mjög frjálslegir gagnvart kommúnismanum og hófu ýmsar umbætur í landinu. Til dæmis voru höftin á prentfrelsi afnumin, komið var á skoðanafrelsi og fólk mátti jafnvel ferðast til útlanda. Einnig unnu þeir að endurbótum á efnahagssviðinu. Endurbætur þessar gengu undir heitinu [[Vorið í Prag]]. Á hinn bóginn mældist þetta illa fyrir í öðrum austantjaldslöndum, sérstaklega í Póllandi og [[Austur-Þýskaland]]i. [[21. ágúst]] 1968 gerðu herir [[Varsjárbandalagið|Varsjárbandalagsins]], undir forystu Sovétmanna, innrás í Tékkóslóvakíu. Tékkar fengu ekkert við ráðið. Allar lýðræðisbreytingar undanfarinna mánaða voru teknar til baka. Dubček var settur af og kommúnistaflokkurinn hreinsaður. Heimurinn stóð á öndinni. Tugþúsundir Tékka yfirgáfu landið í kjölfarið. Talið er að rúmlega 170 þús manns hafi farið til Austurríkis.
 
=== Leiðin til lýðræðis ===