„Adolf Hitler“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 66:
===Leiðin til valda===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S38324, Tag von Potsdam, Adolf Hitler, Paul v. Hindenburg.jpg|thumb|right|Hitler tekur í hönd [[Paul von Hindenburg]] forseta þann 21. mars árið 1933.]]
Þegar Hitler var sleppt úr fangelsi var þýski efnahagurinn á bataveg og því erfiðara fyrir hann að vinna nasistaflokknum stuðning. Þýski efnahagurinn leið hins vegar fyrir efnahagshrunið í Bandaríkjunum árið 1929 þegar [[kreppan mikla]] hófst. Hitler og flokksmenn hann nýttu sér efnahagskreppuna og lofuðu að fella Versalasamninginn úr gildi, styrkja efnahaginn og skapa ný störf ef þeir kæmust til valda. Árið 1930 vann nasistaflokkurinn 18.,3 prósent greiddra atkvæða og 107 þingsæti á ríkisþinginu<ref name=hindenburgoghitler/> og varð þar með næststærsti stjórnmálaflokkurinn í Þýskalandi.
 
Hitler bauð sig fram í forsetakosningum Þýskalands árið 1932 á móti [[Paul von Hindenburg]]. Hann lenti í öðru sæti í báðum umferðum kosninganna og hlaut 35 prósent atkvæða í hinni seinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Hindenburg kjörinn forseti Þýskalands |mánuður=11. apríl|ár=1932|mánuðurskoðað=6. apríl|árskoðað=2018|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=16527}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Einræðið í Þýskalandi |mánuður=22. apríl|ár=1933|mánuðurskoðað=27. september|árskoðað=2018|útgefandi=''[[Fálkinn]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4352634
Lína 100:
Þann 7. desember 1941 [[Árásin á Perluhöfn|réðust Japanir á Perluhöfn]] og hófu þannig stríð við [[Bandaríkin]]. Hitler lýsti yfir stríði gegn Bandaríkjunum til stuðnings við Japan fjórum dögum síðar.
 
Vegna hinna fjölmörgu hernaðarsigra ársins 1940 var Hitler orðinn fullur oflætis og skipti sér æ meira af ákvörðunum þýsku hershöfðingjanna.<ref>{{Vísindavefurinn|3765|Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?}}</ref> Hitler neitaði að leyfa þýska hernum að hörfa frá [[Orrustan um Stalíngrad|orrustunni um Stalíngrad]] en þar létu um 200,.000 hermenn Öxulveldanna lífið og 235,.000 voru teknir til fanga. Þjóðverjar báðu síðan ósigur í [[Orrustan um Kúrsk|orrustunni um Kúrsk]] en upp frá því fór gæfan á austurvígstöðvunum að snúast Sovétmönnum í vil. Árið 1943 gerðu bandamenn [[Innrásin í Sikiley (1943)|innrás í Sikiley]] og Mussolini var steypt af stóli í Ítalíu. Næsta ár gerðu bandamenn síðan [[Innrásin í Normandí|innrás í Normandí]] og frelsuðu Frakkland undan hernámi Þjóðverja. Á þessum kafla stríðsins var mörgum þýskum herforingjum ljóst að Þýskaland ætti ósigur vísan og að áframhaldandi hollusta við Hitler gæti leitt til þess að landinu yrði gereytt.
 
===Síðustu dagar og sjálfsmorð Hitlers===