„Georges Clemenceau“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
 
== Æviágrip ==
Clemenceau fæddist þann 28. september 1841 í Mouilleron-en-Parades í Vendée inn í fjölskyldu róttækra lýðveldissinna. Hann var sonur læknis og nam sjálfur læknisfræði í París á unga aldri. Þar rak hann tímaritið ''Travail'' ásamt [[Émile Zola]] og hvatti til andspyrnu gegn einveldisstjórn [[Napóleon III|Napóleons III]]. Clemenceau fékk að dúsa í fangelsi í nokkrar vikur vegna útgáfu blaðsins.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4665385 Georges Benjamin Clemenceau, forsætisráðherra Frakka]. ''[[Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar]]'', 1. Tölublað (01.01.1920), Blaðsíða 21.</ref> Eftir að honum var sleppt flutti Clemenceau til [[New York]] og vann þar sem læknir og frönskukennari. Í Bandaríkjunum kynntist hann og kvæntist Bandaríkjakonunni Mary Elizabeth Plummer.<ref>''Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar'', bls. 24.</ref> Þau eignuðust þrjú börn saman en hjónaband þeirra var ekki farsælt til lengdar og þau skildu síðar í mikilli óvild.<ref name=Andvari>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000505742 „Clemenceau“], ''[[Andvari (tímarit)|Andvari]]'', 1. tbl. (01.01.1939), bls. 45-54.</ref>
 
===Stjórnmálaferill===