„Steingrímur Hermannsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 64:
'''Steingrímur Hermannsson''' ([[22. júní]] [[1928]] – [[1. febrúar]] [[2010]]) var [[verkfræði]]ngur og [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]]. Hann gegndi einnig ýmsum öðrum [[ráðherra]]embættum á starfsævi sinni, auk þess að vera [[alþingismaður]] fyrir [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] árin [[1971]] - [[1994]] auk þess að vera skipaður seðlabankastjóri 1994 til 1998. Steingrímur var sonur [[Hermann Jónasson|Hermanns Jónassonar]] fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.
 
Steingrímur Hermannsson sat í stjórn fjölmargra stofnana, þar á meðal [[Millennium Institute]] í [[Arlington]] í [[Virginía (fylgi)|Virginíu]], Landvernd og Hjartavernd. Hann hefur hlotið heiðursverðlaunin [[California Institute of Technology|California Institute of Technology's]] Alumni Distinguished Service Award (1986), [[Illinois Institute of Technology|Illinois Institute of Technology's]] Professional Achievement Award (1991), gullmedalíu frá [[Íþróttasamband Íslands|Íþróttasambandi Íslands]] (1990) og [[Paul Harris Fellow]] frá Rotary-hreyfingunni í Reykjavík.
 
Steingrímur lauk [[stúdentspróf]]i frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið [[1948]], lauk [[B.Sc.-próf]]i í [[rafmagnsverkfræði]] frá [[Illinois Institute of Technology]] árið [[1951]] og [[M.Sc.-próf]]i frá [[California Institute of Technology]] árið [[1952]].
Lína 81:
Ríkisstjórn Steingríms hýsti [[Leiðtogafundurinn í Höfða|leiðtogafundinn í Höfða]] á milli [[Mikhaíl Gorbatsjev|Mikhaíls Gorbatsjev]] leiðtoga [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] og [[Ronald Reagan|Ronalds Reagan]] [[Forseti Bandaríkjanna|Bandaríkjaforseta]] árið 1986. Á þeim tíma olli niðurstaða fundarins vonbrigðum en í seinni tíð er gjarnan talið að fundurinn hafi verið mikilvægt skref í að binda enda á [[kalda stríðið]] og íslensku stjórninni var víða hrósað fyrir framkvæmd hans. Árið 1991, þegar [[Litháen]] lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, lýsti Steingrímur yfir stuðningi við [[Vytautas Landsbergis]], forseta litháíska þingsins. Stuttu síðar varð Ísland fyrsta ríkið sem viðurkenndi formlega sjálfstæði Litháens.<ref>http://www3.lrs.lt/pls/inter/w5_show?p_r=4097&p_d=62813&p_k=1</ref>
 
Steingrímur lét í fyrstu lítið á sér bera eftir að hann settist í helgan stein og tjáði sig sjaldan um málefni líðandi stundar. Hann tók þó þátt í því að stofna [[Heimssýn]], samtök sem berjast gegn inngöngu Íslands í [[Evrópusambandið]], og varð æ gagnrýnni á stefnu Framsóknarflokksins. Í [[Alþingiskosningar 2007|alþingiskosningunum árið 2007]] studdi Steingrímur opinberlega [[Íslandshreyfingin|Íslandshreyfinguna]] og birtist í sjónvarpsauglýsingum fyrir kosningabaráttu hennar í aðdraganda kosninganna. Vegna þessara aðgerða glataði Steingrímur að mestu óformlegri áhrifastöðu sinni innan Framsóknarflokksins.
 
Á síðustu æviárum sínum naut Steingrímur almennrar virðingar og margir bjuggust við því að hann myndi bjóða sig fram í [[Forsetakosningar á Íslandi 1996|forsetakosningunum árið 1996]]. Steingrímur afréð þó að bjóða sig ekki fram og sagðist vilja setjast í helgan stein fyrir áttræðisaldur. Æviminningar Steingríms komu út á árunum 1998 til 2000og urðu metsölubækur.