„Haile Selassie“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 55:
 
==Haile Selassie í rastafaratrú==
Samkvæmt fylgjendum [[Rastafari|rastafaratrúar]] er Haile Selassie [[Jesús Kristur]] endurborinn. Rastafarahreyfingin er kennd við nafn Haile Selassie fyrir keisaratíð hans, Ras Tafari. Fylgjendur trúarinnar telja að titill Haile Selassie og ætterni hans sem meints afkomanda [[Salómon konungur|Salómons konungs]] og [[Drottningin af Saba|drottningarinnar af Saba]] sýni fram á að krýning hans hafi verið uppfylling á spádómi úr [[Opinberunarbók Jóhannesar]] um endurkomu [[Messías]]ar. Rastar líta sem svo á að Haile Selassie sé sá Messías sem eigi að frelsa Afríkubúa og fólk af afrískum uppruna um allan heim.<ref>{{Vísindavefurinn|1719|Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?}}</ref>
 
Haile Selassie fór í opinbera heimsókn til [[Jamaíka|Jamaíku]], fæðingarstaðs rastafaratrúar, þann 21. apríl 1966. Þessi dagur er annar heilagasti dagur rastafaratrúar á eftir 2. nóvember, krýningardegi keisarans.