„Heimdallur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
== Uppruni ==
Hvernig skýra eigi þessa dularfullu tilorðningu, er alveg óvíst; freistandi væri, að tengja þessar meyjar við hinar níu dætur [[Ægir|Ægis]], og mætti þá líkja fæðingu hans við tilurð [[Afrodíta|Afrodítu]] hjá [[Grikkland|Grikkjum]], þótt ekkert slíkt komi fram í textum. En svo mikið er víst, að Heimdallur býr við jarðar þröm, þar sem himinn og jörð mætast, en utan um jörðina var hafið. Ekki er Heimdallur kvæntur og engin á hann goðbörn. Hann býr á [[Himinbjörg]]um ([[Grímnismál]] 13; við [[Bifröst (norræn goðafræði)|Bifröst]] segir Snorri); þar drekkur hann í væru ranni glaður hinn góða mjöð. Hann er nefndur „hvítastur ása“ ([[Þrymskviða]] 14; hvíti áss, Snorra-Edda). Hann heitir og '''Gullintanni''', '''Hallinskíði''' og '''Vindhlér'''. Sjálft nafnið Heimdallur merkir „heim-bjartur“, sá sem birtir allan heim; þetta nafn sýnir ljóst, að hann er upphaflega ekki annað en sólarguðinn sjálfur, annað nafn á Tý, sbr. orð Snorra: „hann er mikill ok heilagr“. Heimdallur er talinn mjög "víðkunnur" ([[Skírnismál]] 28), þar af verður skiljanlegt að aðalstarf hans er að vera „vörður goða“ (Grímn. 13, [[Lokasenna]] 48) - „fyrir bergrisum“. Einnig kemur fram að „hann þarf minna svefn en fugl“, sér jafnt nótt og dag, heyrir grasið gróa og ull á sauðum. Hefur með öðrum orðum þá bestu eiginleika, sem vörður þarf að búi yfir. Loki kallar samt þetta líf hans „ljótt“ og skopast að því að hann standi ætíð með örðugu baki, það er uppréttur og hvíldarlaus, og er það gagnstætt því, sem segir í Grímnismálum. Sem önnur goð - að undanskyldum [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] - á Heimdallur reiðskjóta. Hestur hans heitir Gulltoppur, en aðalgripur hans er [[Gjallarhorn]] og er svo hvellt að heyrist í alla heima þegar í það er blásið. Horn voru upphaflega notuð til að merkjasendingar manna á milli í orustum. <ref>Hinir merku eirlúðrar, er fundist hafa í jörðu, einkum í [[Danmörk]]u, oftast tveir og tveir saman frá eiröld eru forkunnar vel gerðir og hljóðið í þeim öskurhvellt; þeir eru sannnefnd Gjallarhorn.</ref> Höfundur Völuspár lætur í ljós að Óðinn hafi geymt hornið hjá [[Mímir|Mími]] undir [[Yggdrasill|Yggdrasli]]. Þá er hornið aftur á lofti og hann blæs hátt - til að kveðja til bardaga viðurbúnaðar („mjötuðr kyndisk / at enu gamla Gjallarhorni“).
 
Þótt hann sé vörður goða á Himinbjörgum, er hann þó stundum meðal þeirra sjálfra, til dæmis þegar hann gaf ráðið að Þór skyldi fara í kvenföt og leika [[Freyja|Freyju]] (Þrymskv. 14), og stendur þar; „vissi hann vel fram / sem vanir aðrir“, þetta er þó varla svo að skilja sem hann sé hér talinn vanaættar, en ráðið bendir á viturleik hans. Sömuleiðis var hann við staddur bálför [[Baldur]]s (Húsdrápa).