Munur á milli breytinga „Líf“

3 bæti fjarlægð ,  fyrir 2 árum
m (Bot: Flyt 104 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q3)
== Uppruni lífs ==
{{aðalgrein|Uppruni lífs}}
Líf er talið hafa orðið til á [[Jörðin]]ni fyrir hér um bil 3,5 til 4 [[milljarður|milljörðum]] ára<ref name="GudmEgg_2003">{{cite journal |author=Guðmundur Eggertsson |title=Uppruni lífs|journal=Náttúrufræðingurinn|volume=71 |pages=145-152 |year=2003 |pmid=}}</ref><ref name="Staley_etal_2007">{{cite book | last = Staley | first = Andrew D. | coauthors = R. P. Gunsalus, S. Lory og J. J. Perry | title = Microbial Life, 2. útg. | publisher = Sinauer Associates, Inc. | year = 2007 | isbn = 13-978-0-87893-685-4}}</ref>. Ljóst er að allar núlifandi lífverur stunda efnaskipti sem eru í meginatriðum sömu gerðar og hafa [[erfðaefni]] á formi [[kjarnsýra|kjarnsýrunnar]] DNA. Þessi atriði og ýmis fleiri styðja þá tilgátu að allar lífverur Jarðarinnar eigi sér sameiginlegan [[Síðasti sameiginlegi forfaðir allra núlifandi lífvera|áa]]. [[Sjálfskviknun|Sjálfkviknun]] lífvera úr lífvana efni, sem um aldir var álitin útskýra tilurð lífvera, var [[Hrekjanleiki|afsönnuð]] af [[Louis Pasteur]] um miðja [[19. öld]]. Hvernig líf kviknaði á Jörðinni í árdaga er enn að verulegu leyti ráðgáta, en þó hafa veigamiklir hlekkir í hinni löngu keðju atburða sem hlýtur að liggja frá ólífrænu efni til fullmótaðrar lífveru verið útskýrðir á sannfærandi hátt. Einkum ber í því samhengi að nefna tilraun þeirra [[Stanley Miller]] og [[Harold Urey|Harolds Urey]]<ref name="Miller_1953">{{cite journal |last=Miller |first=Stanley L. |title=Production of Amino Acids Under Possible Primitive Earth Conditions|journal=Science |year=1953 |volume=117 |pages=528-529 |pmid=13056598}}</ref><ref name="Miller_Urey_1959">{{cite journal |last=Miller |first=Stanley L. |coauthors=Harold C. Urey |title=Organic Compound Synthesis on the Primitive Earth |journal=Science |year=1959 |volume=130 |pages=245-251 |pmid=13668555}}</ref>, en þeir sýndu fram á myndun ýmissa lífrænna efna, þar á meðal [[amínósýra]] úr ólífrænu efni við [[oxun|afoxandi]] aðstæður líkt og álitið er að hafi verið til staðar á Jörðinni í árdaga. Kenningum sem leitast við að útskýra uppruna lífsins má í grófum dráttum skipta í tvo flokka, ''eftirmyndunarkenningar'' og ''efnaskiptakenningar'' eftir því hvort er álitið hafa komið til sögunnar fyrst, eiginleikinn til eftirmyndunar (sbr. eftirmyndun erfðaefnis) eða efnaskipta<ref name="GudmEgg_2003">{{cite journal |author=Guðmundur Eggertsson |title=Uppruni lífs|journal=Náttúrufræðingurinn|volume=71 |pages=145-152 |year=2003 |pmid=}}</ref>.
 
== Heimildir ==
258

breytingar