„Frönsk stjórnsýsla utan Evrópu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Dagvidur (spjall | framlög)
Bætt við texta um stöðu íbúa þessara svæða
Lína 1:
 
Stjórnsýslustig í [[Frakkland|Frakklandi]] eru mörg. Ríkið skiptist í 18 stjórnsýsluhéruð, 13 héruð í Evrópu og 5 utan álfunnar svonefnd „'''handanhafshéruð'''“. Stjórnsýsluhéruð Frakklands skiptast síðan í 101 sýslu. Þær skiptast síðan í 342 sýsluhverfi ''(franska: arrondissements)''. Þau hafa enga kjörna fulltrúa og þjóna eingöngu tæknilegu hlutverki í skipulagi ríkisstofnana. Sýsluhverfin skiptast síðan niður í 4.035 kantónur (franska: cantons) sem eru fyrst og fremst kosningakjördæmi. Sýsluhverfin skiptast einnig í 36.682 sveitarfélög (franska: communes) er hafa kjörinnar sveitastjórnir.
 
Héruðin, sýslurnar og sveitarfélögin kallast „umdæmi“ ''(franska: collectivités territoriales)'', en það þýðir að þau hafa á að skipa bæði kjörnum fulltrúum og framkvæmdavaldi ólíkt því sem gildir um sýsluhverfin og kantónurnar.
Fimm af ofangreindum sýslum eru svonefndar „handanhafssýslur“ er falla saman við handanhafshéruðin fimm. Þau eru fullgildur hluti Frakklands (og þar með [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]]) og hafa þannig að mestu sömu stöðu og sýslur á meginlandi Frakklands.
 
==Lagaleg staða umdæmanna og íbúa þeirra==
Þessi frönsku stjórnsýslusvæði utan meginlands Evrópu eru aðallega leifar frá franska nýlendutímanum. Þau hafa mismunandi lagalega stöðu og mismikið sjálfstæði en eiga öll fulltrúa á franska þjóðþinginu (utan þeirra svæða er ekki hafa fasta búsetu). Borgarar þessara svæða hafa franskan ríkisborgararétt, kjósa forseta Frakklands og geta kosið til Evrópuþingsins (franskir ríkisborgarar búsettir erlendis kjósa í sérstöku handanhafskjördæmi).
 
==Handanhafshéruð Frakklands==