„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: MassMessage delivery
50574E (spjall | framlög)
Nýr hluti: →‎Snið
Lína 391:
</div> [[user:Trizek (WMF)|Trizek (WMF)]] 21. febrúar 2019 kl. 15:01 (UTC)
<!-- Message sent by User:Trizek (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=18639017 -->
 
== Snið ==
 
Ég var á wikithon-i þar sem markmiðið var að skrifa eða laga greinar um konur. Við lentum fljótt í því vandamáli að mörg snið sem eru mikið notuð á ensku eru ekki til á íslensku og það er ansi stór þröskuldur fyrir nýliða (eins og mig) sem vilja koma einhverju til skila en lenda í gildru þar sem þarf að gera heilan helling af forvinnu áður en hægt er að skrifa greinina sem maður vill skrifa (aðalega vegna þess að þegar þú límir inn ensku greinina og byrjar að þýða þá riðlast allt sem er ekki með íslenska samsvörun).
 
Það þyrfti því eiginlega að gera lista af sniðum einhverstaðar til að halda utan um hvaða snið hafa verið þýdd og hver ekki og svo leiðbeiningar um hvernig hægt sé að þýða snið eða taka enska grein og breyta sniðunum í íslenskar útgáfur. Þetta myndi auðvelda nýliðun, því það ætti að vera eins auðvelt og mögulegt er að þýða erlendar greinar á íslensku (s.s. bara copy/paste og svo byrja skipta út texta).
 
Ég byðst afsökunar ef þið eruð nú þegar með slíkan lista, ég hef ekki lagt mikið eftir því að finna hann en það eru nokkrar greinar sem ég hef áhuga á að skrifa (aðallega um stærðfræðinga og stærðfræði) og ef ég gæti fengið aðstoð við að komast af stað þá er ég alveg til í að þýða snið og gera leiðbeiningar til að auðvelda öðrum að skrifa líka.