„Daniel Ortega“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 33:
'''José Daniel Ortega Saavedra''' (f. 11. nóvember 1945) er [[Níkaragva|níkaragskur]] stjórnmálamaður sem hefur verið forseti [[Níkaragva]] frá árinu 2007. Hann var áður leiðtogi Níkaragva frá 1979 til 1990, fyrst sem foringi Þjóðviðreisnarherstjórnarinnar (''Junta de Gobierno de Reconstrucción Nacional'') (1979–1985) og síðan sem forseti (1985–1990). Hann var foringi í [[Sandínistar|Þjóðfrelsishreyfingu Sandínista]] (''Frente Sandinista de Liberación Nacional'', ''FSLN'') og hefur staðið fyrir ýmsum vinstrisinnuðum kerfisbreytingum í Níkaragva.
 
==Æviágrip==
Ortega fæddist til verkamannafjölskyldu og varð ungur mjög andsnúinn stjórn [[einræðisherra]]ns [[Anastasio Somoza Debayle]]. Ortega gekk því í andspyrnuhreyfingar gegn stjórn Somoza og gerðist meðlimur í hreyfingu Sandínista árið 1963. Hann var handtekinn fyrir aðgerðir sínar árið 1967.<ref name=":112">{{Cite book|title=Ortega Saavedra, Daniel|last=|first=|work=The Hutchinson Unabridged Encyclopedia with Atlas and Weather Guide|publisher=Helicon|year=2016|isbn=|editor-last=Helicon|location=Abington|pages=}}</ref> Eftir að Ortega var sleppt árið 1974 ferðaðist hann til Kúbu og hlaut þar þjálfun í [[Skæruhernaður|skæruhernaði]] hjá [[Marxismi|marxískri]] ríkisstjórn [[Fidel Castro|Fidels Castro]]. Hann lék þaðan af lykilhlutverk í sameiningu uppreisnarhreyfinga í Níkaragva og stofnun FSLN, sem stóð fyrir fjöldauppreisnum árin 1978-1979.<ref name=":72">{{Cite book|title=Ortega, Daniel|last=|first=|work=Encyclopedia of Nationalism: Leaders, Movements, and Concepts|publisher=Elsevier Science & Technology|year=2000|isbn=|editor-last=Motyl|editor-first=Alexander|location=Oxford|pages=}}</ref> Eftir að ríkisstjórn Somoza var steypt af stóli í [[Byltingin í Níkaragva|byltingu]] árið 1979 varð Ortega leiðtogi hinnar ráðandi Þjóðviðreisnarherstjórnar. Árið 1984 var Ortega síðan kjörinn forseti í frjálsum kosningum með rúmum sextíu prósentum atkvæða.<ref name=":112"/> Á fyrstu stjórnartíð sinni stóð Ortega fyrir umdeildum þjóðnýtingum, landeignarumbótum, endurskiptingu auðs og herferðum fyrir bættu [[læsi]].
 
Lína 39 ⟶ 40:
Ortega bauð sig fram í forsetakosningum árin 1996 og 2001 án árangurs en hlaut sigur árið 2006 og komst þannig aftur til valda.<ref>[http://www.visir.is/g/200770111009 "Daniel Ortega sestur í forsetastól Níkaragúa"], Vísir, 11. janúar, 2007.</ref> Hann stofnaði til bandalags við aðra sósíalíska leiðtoga í Rómönsku Ameríku, þar á meðal [[Hugo Chávez]] forseta Venesúela, og gekk til liðs við [[Bólivaríska bandalagið fyrir Ameríkuþjóðir]] (''ALBA'').
 
Í apríl árið 2018 hófust fjöldamótmæli gegn stjórn Ortega vegna óvinsælla breytinga sem hann hugðist gera á lífeyriskerfi landsins.<ref name=vísir1>{{Vefheimild|titill=Ortega kveðst reiðubúinn til viðræðna|höfundur=Atli Ísleifsson|url=http://www.visir.is/g/2019190229631/or-tega-kvedst-reidu-buinn-til-vid-raedna|ár=2019|mánuður=22. febrúar|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Þann 19. apríl 2018 sökuðu [[Amnesty International]] og [[Mannréttindanefnd Ameríkuríkja]] Ortega um að beita ofbeldi til þess að þagga niður í mótmælendum<ref>{{Cite web|url=https://www.amnesty.org/en/documents/amr43/8470/2018/en/|title=Document|website=www.amnesty.org|language=en|access-date=2018-06-14}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://www.oas.org/en/iachr/media_center/PReleases/2018/128.asp|title=Document|website=www.oas.org|language=en|access-date=2018-06-14}}</ref> en ríkisstjórnarmeðlimir í Níkaragva hafa vísað ásökununum á bug. Að minnsta kosti 320 manns hafa látið lífið í átökum við níkaragska lögreglu frá því að mótmælin hófust.<ref name=vísir1/> Gagnrýnendur Ortega saka hann m.a. um að brjóta niður [[Skipting ríkisvaldsins|skiptingu ríkisvaldsins]] í Níkaragva og um að traðka á mannréttindum á sama hátt og forveri hans, einræðisherrann Somoza, gerði.<ref name=vísir2>{{Vefheimild|titill=Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti|höfundur=Kjartan Kjartansson|url=http://www.visir.is/g/2019190128898/byltingarleidtogi-sagdur-verda-ad-einraedisherranum-sem-hann-steypti|ár=2019|mánuður=28. janúar|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
 
==Tilvísanir==