„Vichai Srivaddhanaprabha“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Vichai Srivaddhanaprabha''' ([[taílenska]]: วิชัย ศรีวัฒนประภา, fæddur [[5. júní]] [[1958]] sem '''Vichai Raksriaksorn''', látinn [[27. október]] [[2018]]) var taílenskur viðskiptajöfur og stofnandi fríverslunarkeðjunnar King Power.
 
Srivaddhanaprabha var 7. ríkasti maður [[Taíland]]s. Konungur Taílands, [[Bhumibol Adulyadej]], veitti honum nafn sitt árið 2012 sem þýðir ''ljós dýrðar framþróunar''. Srivaddhanaprabha keypti enska úrvalsdeildarfélagið [[Leicester City]] árið 2010. Leicester varð meistari tímabilið 2015-2016. Árið 2017 keypti hann félagið OH Leuven í Belgíu.
 
Srivaddhanaprabha lést ásamt fjórum öðrum í þyrluslysi haustið 2018 rétt fyrir utan heimavöll Leicester City FC; King Power Stadium. Það tíðkaðist hjá honum að yfirgefa völlinn í þyrlunni eftir leiki.