Munur á milli breytinga „Elly Vilhjálms - Lög úr söngleikjum og kvikmyndum“

Höfundaréttarbrot
(Höfundaréttarbrot)
 
#Hvers konar bjálfi er ég? - What Kind Of Fool Am I? From Stop The World, I Want To Get Off - ''Lag - texti: Bricussc, Ncwley — Þorsteinn Valdimarsson''
#Mackie hnífur - Mack The Knife from Three Penny Opera - ''Lag - texti: K. Weill — Sigurður A. Magnússon''
 
== Textabrot af bakhlið plötuumslags ==
 
{{tilvitnun2|[[Elly Vilhjálms]], sem um árabil hefur verið vinsœlasfa söngkona Íslands hefur aðeins sungið inn á örfáar hljómplötur, en öll hafa lögin á þessum plötum orðið vinsœl, svo sem Lítill fugl, Heyr mína bœn, Ég veit þú kemur, Í grœnum mó og Brúðkaupið.
Allt eru þetta dœgurlög, sem notið hafa sín vel í hinum fágaða flutningi Ellyar. Á þessari hljómplötu eru hins vegar fyrst og fremst lög úr söngleikjum og kvikmyndum, lög, sem krefjast mun meir af söngvaranum en einföld dœgurlög og þess vegna var allt gert, sem mögulegt var til að gera þessa hljómplötu sem bezt úr garði. Sameinast á henni smekkleg túlkun Ellyar á góðum lögum, fullkomin stereo-hljóðritun, góðar útsetningar og óaðfinnanlegur undirleikur hljóðfœraleikaranna.
Þessi fyrsta íslenzka hljómplata, sem gefin er út með fullkominni stereo upptöku, var hljóðrituð í Lansdowne Studios í London, sem er einhver bezta hljóðritunar-stöðin í Englandi. [[Vic Ash]], klarinettleikari, sem um árabil hefur verið í röð fremstu jazzleikara Englands, stjórnar hljómsveitinni. Hann leikur á tenór-saxófón, klarinett og bassa-klarinett á plötunni, en með honum leika [[Al Newman]] á sópran-saxófón og flautu. [[Don Lusher]], [[John Edwards]] og [[Aaurice Pratt]] á trombóna, [[Ray Premru]] á bassa-trombón og bassa-trompet, [[Laurie Holloway]] á píanó, [[Kenny Napper]] á bassa, [[Alan Ganley]] á trommur og [[Ike Isaacs]] á gítar.
Vic Ash hefur m. a. leikið með hljómsveitum [[Kenny Baker]], [[Johnny Dankworth]] og [[Vic Lewis]]. Hann hefur einnig komið fram á hljómleikum með nokkrum heimsfrægum jazzleikurum, sem heimsótt hafa England m. a. [[Miles Davis]], [[Dizzy Gillespie]] og [[Dave Brubeck]]. Vic Ash hefur um árabil verið kosinn bezti klarinettleikari Englands af lesendum og gagnrýnendum tímarita um tónlist. Hann hefur af og til á undanförnum 10—15 árum stjórnað eigin jazzhljómsveit, sem m. a. kom til Íslands árið 1953.|[[Svavar Gests]]}}
 
 
 
 
[[Flokkur:SG-hljómplötur]]