„Norður-Makedónía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
„Lýðveldið Makedónía“ – Enn bara samþykktir um að breyta bráðlega.
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
:''Fyrir greinina um hið forna konungsríki, sjá [[Makedónía (fornöld)]]. Fyrir aðrar merkingar, sjá [[Makedónía (aðgreining)]]''
{{Land
| nafn = Lýðveldið Norður-Makedónía
| nafn_á_frummáli =
| nafn_í_eignarfalli = Lýðveldisins Norður-Makedóníu
| fáni = Flag of the Republic of Macedonia.svg
| skjaldarmerki = Coat of arms of the Republic of Macedonia.svg
Lína 37:
}}
[[Mynd:Macedonia-CIA WFB Map.png|thumb|Kort.]]
'''Makedónía''' (opinbert heiti '''Lýðveldið Norður-Makedónía''') er land á [[Balkanskagi|Balkanskaga]] í suðaustanverðri [[Evrópa|Evrópu]] sem varð til við upplausn [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] [[1991]]. Nafngift landsins hefur verið mjög umdeild vegna þess að Makedónía er líka nafn á stærra landsvæði sem nær til lýðveldisins ásamt hluta [[Grikkland]]s og [[Búlgaría|Búlgaríu]]. Landið varð aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] árið 1993 undir heitinu „Fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía“. [[Makedónía (Grikklandi)|Makedónía]] er einnig nafn á héraði í [[Grikkland]]i nútímans.
 
Makedónía er landlukt land sem liggur að Grikklandi í suðri, Búlgaríu í austri, [[Kosóvó]] í norðvestri, [[Serbía|Serbíu]] í norðri og [[Albanía|Albaníu]] í vestri. Höfuðborg landsins er [[Skopje]] með um hálfa milljón íbúa. Aðrar helstu borgir eru [[Bitola]], [[Kumanovo]], [[Prilep]], [[Tetovo]], [[Ohrid]], [[Veles]], [[Štip]], [[Kočani]], [[Gostivar]], [[Kavadarci]] og [[Strumica]]. Þar eru yfir 50 stöðuvötn og sextán fjöll sem ná yfir 2000 metra hæð. Lýðveldið Makedónía er aðili að Sameinuðu þjóðunum, [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og hefur sótt um aðild að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] og [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]].