Munur á milli breytinga „Ruhollah Khomeini“

ekkert breytingarágrip
m (Tók aftur breytingar 120.29.76.148 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 120.29.77.132)
Merki: Afturköllun
 
[[Mynd:Roollah-khomeini.jpg|thumb|right|Khomeini]]
'''Ruhollah Mostafavi Moosavi Khomeini''' ([[persneska]] روح‌الله خمینی‎; [[24. september]] [[1902]] – [[3. júní]] [[1989]]) var [[íran]]skur trúarleiðtogi og leiðtogi [[íranska byltingin|írönsku byltingarinnar]] [[1979]] þar sem [[Íranskeisari|Íranskeisara]], [[MohammadMúhameð RezaResa Pahlavi]], var steypt af stóli. Eftir byltinguna varð Khomeini [[æðsti leiðtogi Írans]] þar til hann lést. Khomeini var líka þekktur sem [[marja'|æðstiklerkur]] Írans. Stuðningsmenn hans kalla hann [[ímam]] Khomeini, en aðrir titla hann oft [[ayatollah]] sem vísar til háttsettra sjíaklerka í [[tólfungaútgáfa sjía íslam|tólfungaútgáfu sjía íslam]].
 
Khomeini varð æðstiklerkur (''marja'''') eftir lát [[Seyyed Husayn Borujerdi]] árið 1963. Klerkastéttin hafði þá lengi verið í vörn gagnvart veraldlegri stjórn [[Rezā Shāh]]. Khomeini hafnaði „[[Hvíta byltingin|hvítu byltingu]]“ keisarans, röð umbóta að vestrænni fyrirmynd. Vegna mótmælanna var Khomeini handtekinn um stutt skeið og síðan rekinn í útlegð. Lengst af bjó hann í [[Nadjaf]] í [[Írak]]. Hann kynti undir vaxandi andstöðu við stjórn keisarans. Eftir lát umbótasinnans [[Ali Shariati]] 1977 varð Khomeini óskoraður leiðtogi andspyrnunnar. Eftir flótta keisarans til Egyptalands í janúar [[1979]] sneri Khomeini aftur til Írans sem andlegur leiðtogi byltingarinnar. Hann barðist gegn bráðabirgðastjórn [[Shapour Bakhtiar]] og tók öll völd í febrúar. Í lok mars lýsti hann yfir stofnun íslamsks lýðveldis í Íran. Ný stjórnarskrá gerði hann að æðsta leiðtoga og stofnaði tólf manna [[klerkaráð Írans|klerkaráð]] með neitunarvald þar sem lög stangast á við [[íslam]].