„Ungverjaland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 37.205.37.131 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Merki: Afturköllun
Lína 98:
[[mynd:Hungary map.png|thumb|Stækkun Ungverjalands að tilstuðlan Hitlers]]
[[mynd:Bundesarchiv Bild 101I-680-8285A-26, Budapest, Festnahme von Juden.jpg|thumb|Handtaka gyðinga í Búdapest 1944]]
Við stríðslok 1918 breyttist ríkjaskipan talsvert á Balkanskaga. Samfara Tríanon-samningnum [[1920]] var [[Júgóslavía]] stofnuð sem ríki. Við það missti Ungverjaland Króatíu, Slóvakíu og Vojvodina-hérað. Auk þess missti Ungverjaland Transylvaníu og Banat til Rúmeníu. Loks var vestasti hluti landsins sameinaður Austurríki ([[Burgenland]]). Alls missti Ungverjaland tvo þriðju hluta lands síns til nágrannalandanna (minnkaði úr 279 þús. km<sup>2</sup> í 93 þús. km<sup>2</sup>) og við það urðu núverandi landamæri landsins til. Flestar náttúruauðlindir töpuðust við tilfærslu landamæranna, þar sem þau voru í töpuðu héruðunum. Svo varð landið þar að auki að greiða stríðsskaðabætur í 33 ár fyrir þátt sinn í stríðsrekstri heimsstyrjaldarinnar. Landið var formlega enn konungsríki, en undir stjórn forsætisráðherraríkisstjóra, [[Miklós Horthy]]. Með tímanum hallaðist landið að Þýskalandi, en milliríkjasamningar voru gerðir [[1934]], skömmu eftir valdatöku [[Hitler]]s. Strax [[1937]] hófust herferðir gegn gyðingum í landinu. Ungverjaland studdi Þjóðverja í innrás þeirra á Balkanskaga og tók þátt í stríðinu gegn [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] frá [[1941]]. Í viðskiptum fóru um 73% alls útflutnings Ungverjalands til Þýskalands. Fyrir vikið var Ungverjaland stækkað og hlaut vænar sneiðar af Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Júgóslavíu, allt með fulltingi Þjóðverja. En brátt sá Horthy að sér, þar sem herferðin til Rússlands gekk ekki sem skyldi. Árið [[1943]] hafði hann samband við bandamenn í því skyni að láta af stuðningi við Hitler. [[19. mars]] [[1944]] réðust Þjóðverjar því inn í Ungverjaland og hertóku landið. Horthy var steypt af stóli og [[Döme Sztójay]] tók við embætti forsætisráðherra. Hann var þó eingöngu leiksoppur Þjóðverja. Nasistar, undir stjórn [[Adolf Eichmann|Adolfs Eichmann]], hófu að flytja gyðinga úr landi í stórum stíl. Á aðeins tveimur mánuðum voru tæplega 440 þús gyðingar í Ungverjalandi fluttir í útrýmingarbúðir, þrátt fyrir kröftug mótmæli nýju leppstjórnarinnar. Það var á þessum tíma sem sænska diplómatanum [[Raoul Wallenberg]] tókst að bjarga þúsundum gyðinga, m.a. með því að veita þeim sænsk bráðabirgðavegabréf. Wallenberg hvarf í [[október]] 1944 og er líklegast að Sovétmenn hafi handtekið hann. Sama mánuð var stjórninni í Búdapest steypt og við tók fasistastjórn Ferenc Szálasi. Aðeins nokkrum dögum seinna kom rússneski herinn inn fyrir landamærin. Búdapest varð fyrir miklum loftárásum bandamanna, sérstaklega á tímabilinu [[desember]] 1944 til [[febrúar]] [[1945]]. Í kjölfarið settist Rauði herinn um höfuðborgina og tók umsátrið alls 102 daga uns borgin féll í þeirra hendur eftir mikla bardaga. Síðustu bardagar í Ungverjalandi fóru fram [[4. apríl]] 1945, en þá var landið algerlega í höndum Sovétmanna. Landið var í rúst, en mikið tjón á vélum, búfénaði og öðru nær eyðilagði atvinnulíf landsins. 600.000 Ungverjar létust í stríðinu, að viðbættum 440.000 gyðingum.
 
=== Eftirstríðsárin ===