„Kláði“: Munur á milli breytinga

1 bæti bætt við ,  fyrir 3 árum
m
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
mEkkert breytingarágrip
[[Mynd:Itch.jpg|thumb|250px|Maður sem klæjar að klóra sér.]]
 
'''Kláði''' ([[fræðiheiti]]: ''pruritus'') er óþægileg [[tilfinning]] sem gerir það að verkum að mann langi að klóra sér. Kláða svipar að nokkru leyti til [[sársauki|sársauka]] en vekur ólíku viðbragði í líkamanum: sársauki veldur löngun til að forðast það sem veldur sársaukanssársaukanum, en kláði vekur löngun til að klóra sér. Talið er að kláði eigi hugsanlega uppruna sinn sem einhvers konar varnarviðbragð við [[sníkill|sníklum]] en þess má geta að dýr klóra sér til að losa sig við sníkla.<ref>{{vefheimild|url=https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6889|titill=Hvers vegna klæjar mann?|útgefandi=Vísindavefurinn|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=3. febrúar}}</ref>
 
Taugaboð um kláða og sársauka eiga upptök sín í [[húð]]inni en upplýsingar um þau eru fluttar um tvö mismunandi kerfi í sama [[taug]]astrengnum. Orsakir kláða eru fjölmargar, t.d. sníklar svo sem [[lús|lýs]] og [[maurakláði]], sýkingar svo sem [[áblástur]] eða [[hlaupabóla]], [[ofnæmi]]sviðbrögð, húðsjúkdómar svo sem [[exem]], [[sóri]] eða [[fótasveppur]], þurr húð, aðrir sjúkdómar svo sem [[sykursýki]], [[blóðleysi]] eða [[gula]], ásamt ákveðnum [[lyf]]jum.