Munur á milli breytinga „Íslenskar mállýskur“

Nota snið til að gefa hlekk á IPA leiðbeiningar.
m
(Nota snið til að gefa hlekk á IPA leiðbeiningar.)
'''[[Mállýska|Mállýskur]]''' eru ekki áberandi í [[Íslenska|íslensku]], Ísland er talið nær mállýskulaust og skiptist ekki greinilega upp í mállýskusvæði. Hins vegar eru til nokkur svæðisbundin framburðarafbrigði.<ref name="isennfornogny2">[{{IPA-is|https://web.archive.org/web/20090923081614/http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/islenska.pdf Íslenska: í senn forn og ný]}}</ref>
 
== Svæðisbundin framburðarafbrigði ==
 
* {{anchor|Harðmæli}}'''Harðmæli''' þekkist á [[Norðurland|Norðurlandi]], einkum í [[Eyjafjarðarsýsla|Eyjafirði]] og [[Þingeyjarsveit]]. Þegar [[Lokhljóð|lokhljóðin]] ''p, t,'' og ''k'' koma fyrir í miðju orði eða í lok orðs eru þau borin fram með fráblæstri. Orðið ''vita'' er þá borið fram „vitha“ [rɪːtʰa]{{IPA-is|vɪːtʰa}} en ekki „vida“ [{{IPA-is|vɪːta]}} eins og flestir aðrir landsmenn gera, það kallast '''linmæli'''. Harðmæli gerir þó ekki þessi lokhljóð fráblásin ef þau koma á eftir órödduðum hljóðum, allir bera ''spila'' fram sem „sbila“ [{{IPA-is|spɪːla]}} en enginn „sphila“ [{{IPA-is|spʰɪːla]}}.<ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://notendur.hi.is/eirikur/hoi.pdf|titill=Hljóðfræði og hljóðritun|höfundur=Eiríkur Rögnvaldsson|ár=2013}}</ref>
* {{anchor|Raddaður framburður}}'''Raddaður framburður''' þekkist á austanverðu Norðurlandi og norðanverðu Austurlandi. '''<ref name=":0" />'''
* {{anchor|hv-framburður}}'''''hv''-framburður''' þekkist á Suðurlandi. Flestir Íslendingar bera ''hvað'' fram sem „kvar“ [{{IPA-is|kʰvaːr]}}, en í ''hv-''framburði er orðið borið fram „'''h'''(v)ar“ ([{{IPA-is|xaːr]}}, [{{IPA-is|xvaːr]}} eða [{{IPA-is|xʷaːr]}}),'''<ref name=":0" />''' hljóðið er nokkuð svipað eins og þegar [[Elvis Presley]] segir ''what''.
* '''''bð''-, ''gð''-framburður''' þekkist á austanverðu Norðurlandi. Þar kemur fram [[lokhljóð]] á undan [ð], ''hafði'' er þá borið fram „habði“.'''<ref name=":0" />'''
* '''''ngl''-framburður''' þekkist á Norðurlandi. Þar er borið fram [[lokhljóð]] í [{{IPA-is|ngl]}}, líkt og stafsetningin bendir til. Orð eins og ''dingla'' er þá borið fram „dín-'''g'''la“ [{{IPA-is|tiŋkla]}} en ekki „dínla“ [{{IPA-is|tiŋla]}}.'''<ref name=":0" />'''
* '''''rn''-, ''rl''-framburður''' þekkist í [[Austur-Skaftafellssýsla|Austur-Skaftafellssýslu]]. Í stað þess að bera ''barnið'' fram sem „bardnið“ eða „badnið“, og ''karlinn'' fram sem „kardlin“ eða „kadlin“, þá kemur ekkert [[lokhljóð]] fyrir og framburðurinn verður „bar-nið“ [{{IPA-is|parnɪð]}} og „kar-lin“ [{{IPA-is|kʰarlɪn]}}.'''<ref name=":0" />'''
* {{anchor|Vestfirskur einhljóðaframburður}}'''Vestfirskur einhljóðaframburður''' kemur fyrir á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] og notar [[einhljóð]] en ekki [[tvíhljóð]] á undan sumum [[Nefhljóð|nefhljóðum]]. Orðið ''banki'' borið fram sem „ban-ki“ [{{IPA-is|paɲ̊cɪ]}} en ekki „bánki“ [{{IPA-is|pauɲ̊cɪ]}}, orðið ''lengur'' er borið fram sem „le-ngur“ [{{IPA-is|lɛŋkʏr]}} en ekki „leingur“ [{{IPA-is|leiŋkʏr]}}.'''<ref name=":0" />'''
* {{anchor|Skaftfellskur einhljóðaframburður}}'''Skaftfellskur einhljóðaframburður''' er það einkenni á [[Framburður|framburði]], að stafirnir ''a, e, i, o, u,'' og ''ö'' eru bornir fram sem einhljóð á undan „gi“ (t.d. er orðið „lögin“ borið fram sem „lö-jin“ [{{IPA-is|ˈlœːjɪn]}} frekar en „lau-jin“ [{{IPA-is|ˈlœijɪn]}}, og „snagi“ er borið fram sem „sna-ji“ [{{IPA-is|stnaːjɪ]}} en ekki „snæ-ji“ [{{IPA-is|stnaijɪ]}}).<ref name=":0" /> En þessi framburður er á undanhaldi.
 
== Annar framburðarmunur ==
 
* '''[[Flámæli]]''' var framburðarbreyting sem varð útbreidd á fyrri hluta [[20. öldin|20. aldar]] á [[Ísland|Íslandi]], sér í lagi á [[Vesturland|Vesturlandi]] og [[Suðurland|Suðurlandi]].<ref name=":02">{{Bókaheimild|titill=Íslenska alfræðiorðabókin|útgefandi=[[Örn og Örlygur]]|ár=1990}}</ref> Sérhljóðin ''i'' og ''u'' lækkuðu í framburði svo að ''vinur'' hljómaði eins og ''venör'' og ''skyr'' hljómaði eins og ''sker'', á meðan sérhljóðin ''e'' og ''u'' hækkuðu í framburði svo að ''spölur'' hljómaði eins og ''spulur''.<ref>{{Vísindavefurinn|1503|Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?}}</ref>
* '''Tvinnhljóðun''' er nokkuð ný. Þar kemur fram blísturshljóð í orðum eins og ''tjald'' og það borið fram sem „tsjald“ [{{IPA-is|ʦʰjalt]}}.'''<ref name=":0" />'''
 
== Tenglar ==