„Konungsríkið Ísland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ég tók út óþarfa texta sem að hafði ekkert með umfangsefnið að gera.
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 2:
 
'''Konungríkið Íslands''' var [[konungsríki]] í Norður-Evrópu sem var til 1918-1944. Landamæri þess voru þau sömu og núverandi landamæri [[Lýðveldið Ísland|lýðveldisins Íslands]]. Þann [[1. desember]] árið [[1918]] var Konungsríkið Ísland stofnað sem [[fullveldi|fullvalda]] ríki með eigin [[fáni|þjóðfána]] með setningu [[sambandslögin|sambandslaganna]] í konungssambandi við Danmörku. Alþingi fékk óskorað löggjafarvald en Danir fóru áfram með [[utanríkismál]] og [[stríð|varnarmál]], þar á meðal [[landhelgi|landhelgisgæslu]]. Konungsríkið var lagt niður árið [[1944]] þegar Íslendingar [[Lýðveldið Ísland|stofnuðu lýðveldi]]. Konungur lagðist gegn þeirri áætlunargerð en sendi íslendingum heillaóskaskeyti við lýðveldisstofnun. Lýðveldi var þannig stofnað á Þingvöllum [[17. júní]] [[1944]] og féll þá samband Íslands við Danmörku alfarið úr gildi. Eftir að lýðveldið var stofnað kaus [[Alþingi]] [[Sveinn Björnsson|Svein Björnsson]] sem [[Ríkisstjóri Íslands|ríkisstjóra]] sem fór með þau völd sem konungur hafði áður haft á tímum konungsríkisins.
 
[[Hæstiréttur Íslands]] kom fyrst saman árið [[1920]] og sama ár var stjórnarskránni breytt þannig að þingmönnum var fjölgað í 42 og ákveðið að Alþingi skyldi koma saman árlega. Árið [[1930]] var haldið upp á þúsaldarafmæli alþingis með [[Alþingishátíðin|Alþingishátíðinni]]. [[Kreppan mikla]] hafði skollið á haustið [[1929]] og náði nú til Íslands. Atvinnuleysi á landinu jókst og til óeirða kom [[9. nóvember]] [[1932]] við [[Góðtemplarahús Reykjavíkur|Góðtemplarahúsið]] við Tjörnina, sem hefur jafnan verið nefnt [[Gúttóslagurinn]]. Meirihluti fjórða áratugarins var erfiður Íslendingum, togaraútgerðin var rekin með tapi sem leystist ekki fyrr en gengi íslensku krónunnar var fellt árið [[1939]] og krónan aftengd [[breskt pund|breska pundinu]] og þess í stað tengd [[bandaríkjadalur|bandaríska dollaranum]].<ref>Magnús Sveinn Helgason. ''„Hin heiðarlega króna”: gengisskráning krónunnar sem viðfangsefni stjórnmálabaráttunnar á kreppuárunum 1931–1939'' í Frá kreppu til viðreisnar: þættir um hagstjórn á Íslandi á árunum 1930–1960 ([[Jónas H. Haralz]] ritstjóri). Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag. 2002. s. 81–134.</ref> [[Seinni heimsstyrjöldin]] hófst með innrás Þýskalands í Pólland í september 1939 en nokkrum mánuðum síðar, í apríl 1940, réðust Þjóðverjar á Danmörku og hertóku.
 
Meðal áhrifamestu manna í íslensku þjóðlífi á fyrri hluta 20. aldarinnar var [[Thor Jensen]], kaupmaður og útgerðarmaður, sem rak fyrirtækið [[Kveldúlfur|Kveldúlf]]. Synir hans urðu margir hverjir þjóðþekktir, má þar helst nefna [[Ólafur Thors|Ólaf Thors]], sem varð formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og forsætisráðherra Íslands, [[Kjartan Thors]] sem varð framkvæmdastjóri Kveldúlfs, og [[Thor Thors]], fyrsta [[fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum|fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum]]. Tengdasynir Thors voru líka kunnir og áhrifamiklir, til dæmis [[Guðmundur Vilhjálmsson]], forstjóri Eimskipafélags Íslands, [[Gunnar Viðar]], bankastjóri Landsbanka Íslands, og [[Hallgrímur Hallgrímsson]], forstjóri olíufélagsins Skeljungs. Sonur Ólafs Thors, [[Thor Ó. Thors]], varð framkvæmdastjóri [[Íslenskir aðalverktakar|Íslenskra aðalverktaka]] og tengdasonur Ólafs, [[Pétur Benediktsson]], bankastjóri Landsbankans.
 
== Tilvísanir ==