„Benedikt 16.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Stonepstan (spjall | framlög)
m Íslenskur ritháttur er að punktur kemur fyrir aftan raðtölu, hvort sem er páfa eða konunga.
Lína 23:
|undirskrift = Pope Benedict XVI Signature.svg
}}
'''Benedikt XVI.''' (opinber útgáfa á [[latína|latínu]] ''Benedictus PP. XVI''), fæddur [[16. apríl]] [[1927]] og skírður '''Joseph Alois Ratzinger''' var [[páfi]] [[Kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjunnar]] frá [[2005]] til [[2013]]. Hann var kjörinn páfi [[19. apríl]] [[2005]], 17 dögum eftir fráfall [[Jóhannes Páll II|Jóhannesar Páls II]]. Benedikt var 78 ára þegar hann var kjörinn. Hann varð þar með elsti einstaklingurinn til að ná kjöri sem páfi síðan [[Klement XII]]. varð páfi árið [[1730]], einnig 78 ára að aldri. BennediktBenedikt sagði af sér embætti i febrúar 2013 og tók sú afsögn gildi [[28. febrúar]]. Benedikt er fyrsti páfinn sem segir af sér embætti síðan [[Gregoríus XII]]. gerði það árið [[1415]] og sá fyrsti sem gerir það sjálfviljugur frá afsögn [[Selestínus V|Selestínusar V.]] árið [[1294]].
 
Ratzinger var virtur [[guðfræðingur]] áður en hann varð [[erkibiskup]] af [[München]] og [[kardináli]] árið [[1977]]. Árið [[1981]] skipaði Jóhannes Páll páfi II. hann æðsta yfirmann þeirrar deildar kaþólsku kirkjunnar sem sér um að viðhalda réttrúnaði. Árið [[1998]] varð hann svo varaformaður [[Kardinálaráðið|Kardinálaráðsins]] og [[2002]] formaður.
 
Ef litið er á fyrri verk og störf Benedikts innan kaþólsku kirkjunnar má sjá að hugsunarháttur hans er um margt líkur hugsunarhætti Jóhannesar Páls II., fyrirrennara hans. Hann virðist mótfallinn því að kirkjan slaki á sinni hefðbundnu andstöðu við [[fóstureyðingar]], [[getnaðarvarnir]] og fleira. Val hans á nafninu Benedikt segir hann vera vísun til [[Benedikt XV|Benedikts XV]]. sem var páfi meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð og í [[heilagur Benedikt|heilagan Benedikt]] sem þykir sýna að honum þyki kirkjan standa höllum fæti og að hann ætli sér að reyna að rétta hlut hennar.
 
{{Töflubyrjun}}