„Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn“: Munur á milli breytinga

m
Þjóðarbókhlaðan er byggingin en það er notað sem almennt nafn fyrir bókasafnið og því er það sett inn í sviga við nafnið.
mEkkert breytingarágrip
m (Þjóðarbókhlaðan er byggingin en það er notað sem almennt nafn fyrir bókasafnið og því er það sett inn í sviga við nafnið.)
[[Mynd:Landsbokasafn vetur 2012.JPG|thumb|Þjóðarbókhlaðan að vetri til]]
'''Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn''' ''('''Þjóðarbókhlaðan''')'' hefur það tvíþætta hlutverk að vera [[þjóðbókasafn]] [[Ísland]]s, sem þaulsafnar útgefnu íslensku prentefni og hljóðritum, og [[háskólabókasafn]], en safnið á stærsta safn [[fræðirit]]a á landinu. Safnið er [[bókasafn]] Háskóla Íslands og því er þjónusta þess við skólann skilgreind með sérstökum samningi.<ref>{{vefheimild|titill=Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns|url=http://landsbokasafn.is/uploads/samningar/Samningur_vid_HI.pdf|mánuðurskoðað=7. apríl|árskoðað=2014}}</ref> Þess utan er safnið öllum opið. Forstöðumaður safnsins hefur titilinn [[Landsbókavörður Íslands|landsbókavörður]].
 
Safnið var opnað [[1. desember]] 1994 eftir sameiningu [[Landsbókasafn Íslands|Landsbókasafns Íslands]] og [[Háskóli Íslands|Háskólabókasafns]] í Þjóðarbókhlöðunni sem stendur á [[Melarnir|Melunum]] í [[Vesturbær Reykjavíkur|Vesturbæ Reykjavíkur]] nálægt [[Hringbraut]].