„Xi Jinping“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 61:
==Forseti og flokksformaður==
[[File:BRICS heads of state and government hold hands ahead of the 2014 G-20 summit in Brisbane, Australia (Agencia Brasil).jpg|thumb|left|Xi (annar frá hægri) ásamt þjóðhöfðingjum BRICS-þjóðanna ([[Vladímír Pútín]], [[Narendra Modi]], [[Dilma Rousseff|Dilmu Rousseff]] og [[Jacob Zuma]]) á ráðstefnu [[G-20]] í Ástralíu árið 2014.]]
Xi Jinping var kjörinn aðalritari kínverska kommúnistaflokksins þann 15. nóvember 2012. Hann var síðan kjörinn forseti Alþýðulýðveldisins Kína í mars 2013. Xi er talinn voldugasti leiðtogi Kínverja frá dögum Deng Xiaoping og jafnvel frá dögum Maós.<ref>{{cite newsVefheimild|titletitill=Reform in China: Every move you make|url=https://www.economist.com/news/leaders/21589882-xi-jinping-has-made-himself-most-powerful-leader-deng-xiaoping-probably-good|workútgefandi=''The Economist''|datemánuður=16. November nóvember|ár=2013|tungumál=[[enska]]}}</ref> Ólíkt Hu Jintao hefur Xi ekki stjórnað Kína í sameiningu með öðrum valdsmönnum. Hu var gjarnan talinn „fyrstur meðal jafningja“ sem forseti og flokksformaður og framkvæmdi jafnan aðeins vilja meirihlutans. Xi hefur hins vegar gerst miðpunktur allra valda í ríkisstjórn sinni. Hann var endurkjörinn leiðtogi flokksins á flokksþingi árið 2017 en enginn arftaki var valinn til að taka við völdum eftir fimm ár líkt og venjan hefur verið. Á þinginu var hugmyndafræði forsetans, „Xi Jinping-hugsun“, bætt inn í stefnuskrá flokksins og þar með stjórnarskrá lýðveldisins. Með því að festa Xi Jinping-hugsun í stefnuskrána er Xi talinn hafa gert mögulegum keppinautum ómögulegt að gagnrýna hugmyndafræði hans án þess að vera taldir andsnúnir Kommúnistaflokknum sjálfum.<ref>{{Cite newsVefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/xi-jinping-hugsun-fest-i-stjornarskra-kina|titletitill=„Xi Jinping-hugsun“ fest í stjórnarskrá Kína|datemánuður=24. október |ár=2017|workútgefandi=RÚV|access-datemánuðurskoðað=10. janúar 2018|languageárskoðað=is2018}}</ref>
 
Árið 2018 lagði kínverski kommúnistaflokkurinn fram tillögu að stjórnarskrárbreytingum þess efnis að forsetanum skyldi ekki lengur meinað að sitja lengur en tvö fimm ára kjörtímabil í embætti.<ref>{{Cite newsVefheimild|url=http://www.visir.is/g/2018180229261/kommunistaflokkurinn-leggur-linurnar-fyrir-lengri-valdatid-xi-jinping|titletitill=Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping|datemánuður=25. febrúar |ár=2018|workútgefandi=RÚV|access-datemánuðurskoðað=6. mars 2018|languageárskoðað=is2018}}</ref> Samkvæmt þessum breytingum mun Xi geta setið lengur í embætti en þau tíu ár sem forverar hans, Hu Jintao og Jiang Zemin, settu fordæmi fyrir. Eftir að fréttir af tillögunni bárust gantaðist [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti um að Xi væri í reynd orðinn „forseti til lífstíðar“ og hrósaði honum fyrir áfangann.<ref>{{Cite newsVefheimild|url=http://www.visir.is/g/2018180309545/trump-hrosadi-xi-jinping-fyrir-otakmarkada-setu-i-embaetti-kannski-getum-vid-latid-reyna-a-thetta-einhvern-timann-|titletitill=Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“
|datemánuður=4. mars |ár=2018|workútgefandi=''[[Vísir]]''|access-datemánuðurskoðað=6. mars 2018|languageárskoðað=is2018}}</ref>
 
Sem forseti hefur Xi jafnan ekki brugðist vel við því að lítið sé gert úr persónu hans. Meðal því sem stjórn hans hefur gert í ritskoðunarmálum er að banna barnabóka- og teiknimyndapersónuna [[Bangsímon]] í Kína. Ástæðan fyrir banninu er sú að Kínverjar höfðu birt myndir á samfélagsmiðlum þar sem Xi var líkt við Bangsímon.<ref>{{Vefheimild|url=http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/08/06/xi-jinping-vill-ekki-likjast-bangsimoni/|titill=Xi Jinping vill ekki líkjast Bangsímoni|mánuður=6. ágúst|ár=2018|útgefandi=''[[DV]]''|mánuðurskoðað=13. desember|árskoðað=2018|höfundur=[[Egill Helgason]]}}</ref> Bannið við Bangsímon er hluti af stærri ritskoðunaraðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir að illa sé talað um forsetann.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.vb.is/frettir/kinverjar-ritskoda-bangsimon/139742/|titill=Kínverjar ritskoða Bangsímon|mánuður=17. júlí|ár=2017|útgefandi=''[[Viðskiptablaðið]]''|mánuðurskoðað=13. desember|árskoðað=2018|höfundur=Pétur Gunnarsson}}</ref>
 
== Fjölskylduhagir ==