„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Örlítil viðbót.
Góðar upplýsingar, en eru bara aðeins of ítarlegar til að eiga heima í þessari grein.
Merki: Afturkalla
Lína 29:
Í bók Björns Th. Björnssonar, ''Muggur, ævi hans og list'', Helgafell 1960, er sagt frá því að Muggur hafi málað litlar landslagsmyndir í olíulitum á Sauðafelli og hafi orðið elskur að útsýninu fram í Hundadalina, séð af klettunum milli Sauðafells og Erpsstaða. Þá útsýn velur hann einnig fyrir smalamyndir líkar þeim sem hann gerði árið áður og fær þá einn af sonum Björns sýslumanns Bjarnarsonar til að sitja fyrir. Auk þess málar hann mynd af gömlu kirkjunni á Sauðafelli og aðra af bæjarhúsunum á Kvennabrekku. Þekktasta málverkið af Sauðafelli er eftir Collingwood en frummynd þess verks er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands.
 
Björn Bjarnarson (1853-1918), sýslumaður, bjó á Sauðafelli 1891 til 1915. Kaupsamningur Sauðafells er dagsettur 20. maí 1892 og verð jarðarinnar kr. 5595.20. BjörnHann var þingmaður Dalamanna um skeið og stofnaði Listasafn Íslands 1885. Gamla sýslumannshúsið á Sauðafelli, sem var endurbyggt af miklum myndarbrag á árunum 2013 til 2016, var upphaflega reist 1897. Þingstaður var á Sauðafelli. Auk heimalandsins á Sauðafell land frá Merkjarhrygg á fjallveginum sem í dag nefnist Brattabrekka, hálfan Suðurárdal þ.e. vestan Suðurár og allt að Kringlugili á Sökkólfsdal,vestan Miðár. Sauðafellssel er fremst á Sökkólfsdal, vestan Miðár, á flötunum undir Valsungagili/Völsungagili. Enn sjást þar greinilegar tóftir. Rústir má einnig merkja, fornar, framan við Kringlugil, sem nefna mætti Sauðafellssel hið forna.
 
Finnbogi Finnsson (1867-1953) og Margrét Pálmadóttir (1866-1935), sem bjuggu þá á Svínhóli, keyptu Sauðafell 1918 og bjuggu þar til æviloka og hvíla í kirkjugarðinum á Sauðafelli. Frá þeim Sauðafellshjónum er stækkandi ættbogi og barnabörn þeirra stóðu árið 2016 að útgáfu á ljóðum Margrétar, ''Ljóð Margrétar Pálmadóttur frá Sauðafelli'', Reykjavík 2016. Þar er eftirfarandi stöku að finna: