„Nokia“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Fjarlægi úreldan texta
Lína 4:
 
{{fyrirtæki|
nafn = Nokia Corporation |
merki = [[Mynd:Nokia wordmark.svg|200px]] |
gerð = Hlutafélag |
starfsemi = Farsímar og önnur fjarskiptatæki |
staðsetning = [[Keilaniemi]], [[Espoo]], [[Finnland]]i |
lykilmenn = [[Fredrik Idestam]] |
tekjur = [[evra|€]] 50,722 milljarðar ([[2008]]) {{lækkun}} |
hagnaður_f_skatta = [[evra|€]] 4,966 milljarðar ([[2008]]) {{lækkun}} |
hagnaður_e_skatta = [[evra|€]] 3,988 milljarðar ([[2008]]) {{lækkun}} |
stofnað= {{FIN}} [[Tampere]], [[Finnlandi]] ([[1865]]) |
starfsmenn = 124.292 |
vefur = [http://www.nokia.com www.nokia.com] }}
 
'''Nokia''' er [[Finnland|finnskt]] fyrirtæki sem hefur veriðvar leiðandi í heimi [[fjarskipti|fjarskipta]] á [[alþjóðamarkaður|alþjóðamarkaði]] og býður upp á fjöldann allan af [[farsímiFarsími|farsímumfarsíma]] og [[hugbúnaður|símahugbúnaði]]. Hugbúnaðurinn gerir fólki kleift að nota símann í fleira en að hringja úr honum, svo sem hlusta á tónlist, horfa myndbönd og sjónvarp, spila leiki, taka ljósmyndir, nota símann sem [[GPS]] tæki og margt fleiraalþjóðamarkaði.<ref>http://www.nokia.com/NOKIA_COM_1/About_Nokia/Sidebars_new_concept/Nokia_in_brief/InBriefJuly08.pdf</ref>
 
== Saga ==
Lína 77 ⟶ 72:
 
[[Symbian]] var stofnað [[2008]] og er í eigu nokkurra stærstu framleiðenda á fjarskiptamarkaði svo sem Nokia, [[Sony Ericsson]], [[Motorola]], [[NTT DOCOMO]], [[AT&T]], [[LG]], [[Samsung]], [[Vodafone]], [[STMicroelectronics]], og [[Texas Instruments]]. Symbian er enn í þróun en er ætlað að verða í framtíðinni opið kerfi. Kerfið er hugsað sem samvinnuverkefni og stofnað hefur verið til samfélags á internetinu þar sem þróunarvinnan mun fara fram m.a. í gegnum ''Symbian Beta Website Program'' þar sem meðlimir geti skipst á upplýsingum í gegnum spjallsíður eins og [[Wikipedia]]. En tilgangurinn er að flýta fyrir þróun á sviði fjarskiptabúnaðar og að vinnan sem skilað sé verði til góðs fyrir samfélagið í heild.<ref>http://www.nokia.com/A4136001?newsid=1230416</ref>
 
== Markaðshlutdeild ==
 
Nokia er leiðandi fyrirtæki á [[snjállsími|snjallsíma]] markaðnum en fyrirtæki eins og [[Apple Inc.|Apple]] og [[Research in Motion]] eru að sækja í sig veðrið.
 
Á árinu 2008 seldi Nokia 60.9 milljón síma og var [[markaðshlutdeild]] þeirra 43,7% sem er tvöfalt meiri en annarra keppinauta. Árið 2007 var markaðshlutdeild Nokia 49,4% en ein helsta ástæðan fyrir þessari minnkun er sú að árið 2008 setti Apple [[iPhone 3G]] á markað og jókst markaðshlutdeild Apple um meira en helming úr 2,7% í 8,2%. Nokia er skráð í [[kauphöll]]um [[Kauphöllin í Helsinki|Helsinki]], [[Kauphöllin í Frankfurt|Frankfurt]] og [[Kauphöllin í New York|New York]].
 
Verðmæti hlutabréfa hefur lækkað stöðugt frá því í desember 2007. Þó var greiddur arður fyrir rekstrarárið 2008 uppá 0.40 evrur á hlut samanborið við 0.53 evrur á hlut fyrir rekstrarárið 2007. Heildarfjöldi útistandandi hluta í árslok 2008 voru 3.800.948.552 þar sem hlutir í eigu samsteypunnar voru 103.076.651.<ref>http://investors.nokia.com/phoenix.zhtml?c=107224&p=irol-newquarterlyearnings</ref>
 
=== Sölutölur og hagnaður fyrirtækisins ===
Vörusala árið 2008 nam 50,7 milljörðum evra. Þar af nam sala í Evrópu 37%, sala í Asíu 22%, [[Mið-Austurlönd]]um og [[Afríka|Afríku]] 14%, [[Kína]] 12%, [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] 10% og [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] 4%. Samdráttur var á flestum markaðssvæðum frá mars 2008 til mars 2009. Mestur í Suður-Ameríku 41% og minnstur í Kína 12%. Í Norður-Ameríku jókst salan hinsvegar um 21% milli ára. Í lok árs 2008 voru starfsmenn Nokia 125.829 og sala í meira en 150 löndum. Hagnaður nam 4,996 milljörðum evra. Útgjöld ársins 2007 námu 715 milljónum evra.<ref>http://investors.nokia.com/phoenix.zhtml?c=107224&p=irol-newquarterlyearnings</ref>
 
Hagnaður Nokia á fyrsta fjórðungi þessa árs nemur ekki nema tíunda parti hagnaðar á sama tíma í fyrra. Að frádregnum [[skattur|sköttum]] er hagnaðurinn því ekki nema 122 milljónir [[evra]] samanborið við 1,2 milljarða evra á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Sala féll um 27%, fór úr 12,7 milljörðum evra í 9,3 milljarða evra nú. þessar tölur eru sagðar endurspegla minnkandi [[eftirspurn]] eftir farsímum og á ársuppgjörskynningu Nokia þann 16. apríl kom fram að farsímasala hefði dregist saman um 33% milli ára. Fyrirtækinu hefur þó farnast betur en sumum samkeppnisaðilum þeirra í [[heimskreppa|heimskreppunni]], þótt Nokia hafi einnig þurft að bregðast við minnkandi eftirspurn. Í mars tilkynnti fyrirtækið þó að 1700 manns hefði verið sagt upp á starfsstöðum þess víða um heim.<ref>"Hagnaður Nokia hrynur", grein í Fréttablaðinu 17.4.´09</ref>
 
== Markaðssetning ==
Lína 139 ⟶ 121:
 
Nokia hefur líka komið inn á tölvumarkaðinn. Á níunda áratugnum var [[tölva|tölvudeild]] innan Nokia og var framleitt þar sería af PC-tölvum sem kallaðar voru [[MikroMikko]]. Fyrsta módelið í MikroMikko línunni kom út [[29. september]] [[1981]], á svipuðum tíma og fyrsta [[IBM Personal Computer|IBM PC-tölvan]]. Þessi deild var þó seld til [[International Computers Limited|ICL]], sem síðar varð hluti af [[Fujitsu]]. MikroMikko hélst þó sem vörumerki hjá ICL og síðar hjá Fujitsu. En alþjóðlega varð MikroMikko auglýst hjá Fujitsu sem ErgoPro.<ref>http://www.nokia.com/about-nokia/company/story-of-nokia/mobile-revolution</ref>
 
== Skaðsemi farsíma ==
 
Margir hafa gert [[rannsóknir]] á skaðsemi [[farsími|farsíma]] á heilsu manna en þær eru misjafnar eins og þær eru margar. Hér verður fjallað um nokkrar rannsóknir og niðurstöður. Niðurstaða rannsóknar sem [[geislavarnir]] sænska ríkisins gerði árið 2002 segir að ekkert bendi til þess að farsímar séu skaðlegir. Þeir fengu tvo prófessora, dr. John D.Boice og dr.Joseph K.McLaughlin, til að fara yfir rannsóknina. Þeir voru sammála en vildu ekkert fullyrða.<ref>http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2002/09/24/engin_sonnun_fyrir_skadsemi_farsima</ref>
 
[[Breti|Bretar]] komust að sömu niðurstöðu og [[Svíi|Svíar]], þeir birtu skýrslu árið [[2004]] „The Advisory Group on Non-Ionising Radiation“ en í henni segir samt að frekari rannsókna sé þörf til að fullyrða um nokkuð.<ref>http://www.vb.is/frett/4/1415/</ref>
 
[[Indland|Indverski]] prófessorinn Naresh K. Panda gerði könnun á því árið [[2007]] hvort farsímar geti valdið skaða á [[heyrn]] og [[eyrnasuða|stöðugu eyrnasuði]], Naresh fylgdist með farsímanotkun hundruð manna sem notuðu farsíma mismikið. Fólkið var svo borið saman við aðra sem aldrei notaði farsíma. Niðurstaða rannsóknarinar var að fylgni sé á milli heyrnavandræða og notkun farsíma. Verst komu þeir út sem notuðu farsíma í meira en klukkustund á dag.<ref>http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2007/09/19/farsiminn_slaemur_fyrir_heyrn/</ref>
 
Ronald Herberman, forstöðumaður hinnar virtu rannsóknastofnunar [[Háskólinn í Pittsburg|háskólans í Pittsburg]] og [[Cancer Institute]] ráðleggur fólki að bíða ekki eftir afgerandi niðurstöðu á rannsóknum heldur minnka farsíma notkun til þess að þurfa ekki iðrast eftir á ef skaðsemi sannast.<ref>http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2008/07/24/varad_vid_mikilli_farsimanotkun/</ref>
 
Eins og sést eru vísindamenn greinilega ekki sammála um skaðsemi farsíma. Flestir vísindamenn halda því þó fram að það sé engin skaðsemi af farsímum en geta ekki sannað það. Margar rannsóknir hafa þó sýnt einhver tengsl. Rannsóknir þarf að endurtaka oft til þess að sanna kenningu. Kenning telst sönnuð þegar sama niðurstaðan kemur í hvert skipti sem rannsóknin er framkvæmd. Þannig að þó að tengsl sjáist stöku sinnum er það ekki nóg til að að skaðsemi sé sönnuð.
 
=== Líffræðileg áhrif farsímanotkunar ===
 
Farsímar hafa samband við móðurstöðvar sínar með því að senda og taka á móti [[örbylgja|örbylgjum]] svipuðum þeim sem notaðar eru í [[örbylgjuofn]]um. Oft er talað um [[geislun]] frá farsímunum í þessu sambandi. Hafa þarf í huga að rafsegulrófið spannar vítt svið. Örbylgjugeislun hefur aðra eiginleika en svokölluð jónandi geislun sem kemur t.d. frá [[röntgengeislun|röntgentækjum]]. Jónandi geislun hefur hærri tíðni og meiri orku en ljós og þar með meiri [[efnafræði]]leg áhrif það er öfugt með örbylgjugeislun. Þar sem örbylgur eru ekki jónandi ættu þær ekki að geta valdið skemmdum á erfðaefninu [[DNA]], [[stökkbreyting]]um eða [[krabbamein]]i.<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20061114205155/www.gr.is/fraedsluefni/sol/nr/31</ref>
 
Einu [[líffræði]]legu áhrifin sem eru þekkt og almennt viðurkennd eru [[varmi|upphitun]], svipuð því sem gerist í örbylgjuofni. Þar sem örbylgjurnar hitna við notkun farsímans er fólk áhyggjufullt um að það gæti hitað í þeim heilann og þannig valdið skaða. Svo er ekki þar farsíminn sendir frá sér [[orka|orku]] sem er um 1 [[vatt|W]] en það nægir ekki til að hita heilann nógu mikið. Það hafa margar rannsóknir verið gerðar bæði á [[fruma|frumum]] og [[dýr]]um í mismunandi örbylgjusviði til að finna réttu staðlana. Núverandi [[öryggisstaðall|öryggisstöðlum]] er ætlað að verja notendur fyrir skaðlegum áhrifum vegna upphitunar.<ref>http://www.why.is/svar.asp?id=493</ref>
 
Það er aðallega [[höfuð]]ið og [[auga|augun]] sem eru viðkvæm vegna þess að í vökvarými augnanna eru ekki [[æð]]ar til kælingar. Vísindamenn eru almennt sammála um að farsímar valda ekki líffræðilegum skaða vegna upphitunar. Það er hins vegar deilt um hvort önnur líffræðileg áhrif geti verið að verki, áhrif sem birtast vegna samhljóms sameinda við geislunina frekar en upphitun. Kenningar hafa verið settar fram en þær eru umdeildar.<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20061114205155/www.gr.is/fraedsluefni/sol/nr/31</ref>
 
Það er deilt um tvennt: Það hvort um vensl við örbylgjugeislunina sé að ræða og hvort skýra megi slík vensl með öðrum hætti. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein marktæk tengsl milli farsíma notkunar og heilsukvilla. Óbein áhrif koma greinilega fram, sérstaklega áhrif á [[öryggi]] í umferðinni. Margir hafa talið að handfrjáls búnaður leysa vandann. Rannsóknir benda til þess að svo sé ekki. Símtal í GSM síma krefst miklu meiri einbeitingar en venjulegt samtal. Hættan felst í því að athyglin er meira á símtalinu en [[umhverfi]]nu. Þetta veldur því að þessi hópur er líklegri til þess að lenda óhappi.<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20061114205155/www.gr.is/fraedsluefni/sol/nr/31</ref>
 
== Umhverfisverndarstefna ==
 
Umhverfisverndarstefna fyrirtækisins er byggð á alþjóðlegum reglum og stöðlum. Markmið þeirra er þó að gera meira en að fylgja aðeins eftir reglum um [[umhverfisvernd]] og fara þeir mun lengra en krafist er samkvæmt lögum. Því eru umhverfismál nú samtvinnuð inn í viðskiptahætti Nokia.
 
* '''Umsjón með efnum.''' Fyrirtækið hefur bæði eftirlit og náið samband við birgja sína. Gerðar eru kröfur um fullkomnar upplýsingaflæði um efnin sem notuð eru í símbúnaðinn. Sú vinna byggist á meginreglu þeirra um að gæta ætíð fyllstu varúðar og vinna stöðugt í að lágmarka magn þeirra efna sem valda áhyggjum. Auk þess er sífellt verið að skoða möguleikana á að nota umhverfisvænni efni, svo sem bæði lífrænt og endurunnið plast og endurunna málma.
 
* '''Orkunýting.''' Þess er gætt að búnaður frá fyrirtækinu noti eins litla orku og mögulegt er. Einnig er unnið að því að minnka orkuneyslu frá starfsseminni og stefnt að hagkvæmri orkunýtingu með helstu birgjum.
 
* '''Taka við aftur og endurvinna.''' Nokia vill auka vægi [[endurvinnsla|endurvinnslu]] meðal neytenda sinna og býður því upp á þjónustu sem einfaldar neytendum endurvinnslu á gömlum símbúnaði.<ref>http://www.nokia.com/environment/our-responsibility/environmental-strategy</ref>
 
=== Söfnunarbaukar ===
Nokia símar eru hannaðir með langan endingartíma í huga, en fólk skiptir þó símum sínum út fyrir nýrri, þrátt fyrir að þeir eldri séu ekki ónýtir. Kannanir hafa leitt í ljós að um 44% gamalla síma liggi ónotaðir í skúffum hjá fólki og aðeins 3% fólks fari með gömlu símana sína í endurvinnslu. Nokia hvetur fólk til að endurvinna gamla síma því ef hver Nokia notandi setti einn ónotaðan síma í endurvinnslu gætu 80.000 tonn af [[hráefni|hráefnum]] sparast, þar sem mikill meirihluta efna í símum er hægt að nota til að framleiða nýjar vörur eða virkja orku.
 
Nokia gerir sitt besta til að auðvelda fólki að endurvinna símtæki sem ekki eru lengur í notkun. Til að endurvinna símann, rafhlöður eða [[hleðslutæki]] þarf því aðeins að skila því í einhverja af endurvinnslustöðvum Nokia og starfsmenn sjá um afganginn. Hátt í 5000 stöðvar eru í 85 löndum víðsvegar um heiminn þar sem Nokia tekur á móti gömlum farsímum og fylgihlutum. Auk þess er hægt að skila gömlum tækjum í verslanir sem selja Nokia síma. Í sumum löndum, svo sem [[Bretland]]i og [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], er hægt að skila símtækjum með því að skrá sig á [[internetið|netinu]] og prenta út [[fyrirframgreitt|fyrirframgreiddan]] póstmiða sem Nokia borgar fyrir og neytandinn getur því sent símtækið, sér að kostnaðarlausu í endurvinnslu.<ref>http://www.nokia.com/environment/we-recycle</ref>
 
=== Orkusparnaður ===
[[fjarskipti|Símafjarskipti]] eru ekki orkufrekur iðnaður og nota innan við 1% af [[koltvísýringur|koltvísýringi]] heimsins. Þrátt fyrir þetta er það markmið fyrirtækisins að nota orku á eins hagkvæman hátt og mögulegt er.
Nokia hefur því komið fram með leiðir fyrir notendur sína til að stilla síma sína þannig að þeir spari orku og þurfi því að hlaða símann sem sjaldnast og þar af leiðandi leggi sitt af mörkum við orkusparnað.<ref>http://www.nokia.com/environment/we-energise/nokia-and-energy-efficiency</ref>
 
Nokia símar koma með skilvirkum hleðslutækjum og [[Li-ion]] rafhlöðum. Rafhlöður eru orkugeymsla en ekki orkuuppspretta og því hleður hleðslutækið rafhlöðuna frá [[rafmagnsveita|rafmagnsveitu]] sem getur verið allt frá [[vindmylla|vindmyllum]] til kjarnorkuverksmiðju.
 
Nokia er af mörgum ástæðum í sífelldri rannsóknarvinnu við að finna nýjar orkuuppsprettur. Venjulegar orkuuppsprettur eins og [[olía]] eru orðnar af skornum skammti og að finna nýjar uppsprettur með lægri kolefnalosun gæti dregið úr loftlagsbreytingum. Nýjar uppsprettur eru því mikilvægar fyrir landssvæði sem hafa einfaldlega ekki rafmagnsveitur.<ref>http://www.nokia.com/environment/we-energise/new-energy-sources</ref>
 
=== Notkun málma ===
Hönnuðir Nokia símanna leggja mikla áherslu á efnin sem símarnir eru framleiddir úr. Áhersla er lögð á að nýir símar verði eins [[umhverfisvænt|umhverfisvænir]] og mögulegt er með því að hugsa um hvernig lífsferill símans er, að efnin sem notuð eru í hann geti verið endurnýtt á öruggan hátt þegar ekki eru lengur not fyrir símann. Vegna þessarar hönnunarvinnu er nú hægt að endurvinna 65-80% efna í þeim.
 
=== Endurvinnsla ===
Fyrirtækið er leiðandi á farsímamarkaði og stjórnendur þess telja mikilvægt að vera leiðandi fyrirtæki þegar kemur að umhverfisstefnu. Þar er áhersla lögð á hugsun byggða á [[lífsferill|lífsferli]], þar sem reynt er að lágmarka áhrif varanna á umhverfið. Byrjað er á uppruna hráefnanna og endað með endurvinnslu, meðhöndlun úrgangs og endurnýtingu notaðra efna. Þessu markmiði er náð með betri vöruhönnun, nánu eftirliti með vöruvinnslu og betri endurnýtingu á efnum, sem og endurvinnslu.
 
Fyrirtækið hefur staðið fyrir herferðum víða um heiminn til að virkja fólk til endurvinnslu á farsímum og hefur með því tekist að endurvinna um 55 tonn af efnum úr ónotuðum raftækjum í [[Kína]] og árið [[2006]] var þar komið á fót um 500 söfnunarstöðum þar sem tekið er á móti símum og fær fólk greitt í formi símainneignar fyrir vikið. Með þessari söfnun var tekið á móti 80 tonnum af [[úrgangur|úrgangi]].
 
Í [[Finnland]]i dreifði Nokia 200.000 miðum þar sem boðið var [[evra|€]] 2 framlag til [[World Wide Fund for Nature|WWF]] gegn hverjum síma sem skilað væri inn. 25.000 símtækjum var skilað inn í þessari herferð.
 
Fyrirtækið nýtti sér alþjóðlegan endurvinnsludag í [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]], þann 15. nóvember 2007 og safnaði 16 tonnum af raftækjum til endurvinnslu, þar af 7000 símum. Í [[Evrópa|Evrópu]] söfnuðu þeir 17.000 tonnum af raftækjaúrgangi.
 
Einnig tók fyrirtækið þátt í að safna ónotuðum símum á [[Filippseyjar|Filippseyjum]], [[Chile]], [[Perú]] og [[Malasía|Malasíu]] ásamt símafyrirtækjum og ríkjum þessara landa, til dæmis með því að bjóða upp á afsláttarmiða fyrir nýjum og betri rafhlöðum gegn því að skila inn gömlum símtækjum. Að auki hefur Nokia stuðlað að endurnýtingu raftækjaúrgangs sem kemur frá starfssemi þeirra, sem og starfsmönnum þeirra.<ref>http://www.nokia.com/environment/our-responsibility/environmental-reporting/products-and-services/take-back-and-recycling</ref>
 
== Heimildir ==