„Rúdolf 2.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Joseph_Heintz_d._%C3%84._002.jpg|thumb|right|Rúdolf 2.]]
'''Rúdolf 2.''' ([[18. júlí]] [[1552]] – [[20. janúar]] [[1612]]) var [[Ungverjalandskonungur]] (sem Rúdolf, 1572-1608), [[konungur Bæheims]] (sem Rúdolf 2., 1575-1608/1611), [[erkihertogi af Austurríki]] (sem Rúdolf 5., 1576-1608) og [[keisari hins Heilaga rómverska ríkis]] (sem Rúdolf 2., 1576-1608). Hann var af ætt [[Habsborgarar|Habsborgara]]. Foreldrar hans voru [[Maximilían 2. keisari]] og [[María Spánarprinsessa]], dóttir [[Karl 5. Spánarkonungurkeisari|Karls 5.]] og [[Ísabella frá Portúgal|Ísabellu frá Portúgal]].
 
Rúdolf varði unglingsárunum við spænsku hirðina. Hann hafði lítinn áhuga á stjórnmálum en þeim mun meiri á listum og [[dulspeki]]. Hann var [[kaþólska|kaþólskur]] en umburðarlyndur gagnvart bæði [[mótmælendatrú]] og [[gyðingdómur|gyðingdómi]]. Þegar [[gagnsiðbótin]] hófst kom hann sér hjá því að taka afstöðu sem leiddi til stjórnmálaóreiðu.