„Alnæmi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tölur uppfærðar og skýrðar. Efni greinarinnar er nærri alveg það sama og á greininni um HIV-veiruna og það mætti sameina þessar greinar.
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Red ribbon.png|thumb|220px|Merki alnæmissjúklinga og þeirra sem styðja alnæmissýkta er rauður borði]]
'''Alnæmi''' (eðalíka kallað '''eyðni'''; á [[Enska|ensku]]: '''AIDS''', skammstöfun á ''acquired immune deficiency syndrome („áunnin [[Ónæmiskerfi|ónæmis]]<nowiki/>-skerðing“))'' er samsafn einkenna og sýkinga sem stafar af skertu [[ónæmiskerfi]] líkamans vegna smitunar af [[HIV|HIV-veirunni]]. HIV getur smitast með [[Blóð|blóði]], [[sæði]], [[Leggöng|leggangavökva]] og [[Mjólk|brjóstamjólk]]. Mögulegt er fyrir barn að sýkjast af HIV-veirunni við fæðingu.
 
[[HIV-veira|HIV-veiran]] sýkir frumur sem gegna hlutverki í ónæmiskerfi mannsins, þá aðallega T-hjálparfrumur af undirgerð CD4<sup>+</sup>. T-hjálparfrumur eru nauðsynlegar fyrir lært ónæmi, þ.e. að líkaminn geti varist þeim sýklum sem hann hefur séð áður. Veiran drepur þessar frumur. Nokkrum árum eftir sýkingu er fjöldi CD4<sup>+</sup> T-hjálparfrumna orðinn svo lágur að líkaminn getur ekki lengur varist nýjum sýkingum. Þá hefur veiran veikt ónæmiskerfið verulega og fólk fær ýmsar tækifærissýkingar. Þá kallast sjúkdómurinn alnæmi''.'' Á þessu stigi hrakar fólki hratt og þyngdartap er algengt.
 
Alnæmissjúkdómurinn var fyrst greindur [[18. júní]] [[1981]] í [[Los Angeles]] í fimm [[samkynhneigð]]um körlum. Lækning við HIV er ekki til, en hægt er að halda sýkingunni algerlega í skefjum með nýjum lyfjum. Með réttri lyfjameðferð er einstaklingur ekki smitandi. Án meðferðar má reikna með að lifa í 9 til 11 ár.<ref name="UNAIDS2007">{{cite web|date=December 2007|title=2007 AIDS epidemic update|url=http://data.unaids.org/pub/EPISlides/2007/2007_epiupdate_en.pdf|page=10|access-date=2008-03-12|format=PDF|name-list-format=vanc|author1=UNAIDS|author2=WHO|authorlink1=Joint United Nations Programme on HIV/AIDS|authorlink2=World Health Organization}}</ref>