Munur á milli breytinga „Heinrich Himmler“

ekkert breytingarágrip
== Valdaferill ==
=== SS-sveitirnar ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 152-08-35, Dachau, Konzentrationslager, Besuch Himmlers.jpg|thumb|right|Himmler ásamt [[Rudolf Hess]] í [[Dachau]] árið 1936 fyrir framan líkan af Dachau-fangabúðunum.]]
Á þeim tíma sem Heinrich Himmler tók við foringjatitli sveitanna voru þær ekki stórar í smíðum, taldi um 300 menn.<ref name=encyclopaedia2>''Encyclopædia Britannica'', „SS“.</ref> SS-sveitirnar voru gerðar algjörlega óháðar SA-sveitunum í janúar 1929. Völd [[Ernst Röhm]] foringja SA-sveitanna ógnuðu valdastöðu Hitlers og fyrirskipaði hann því Himmler og SS-sveitum hans að ráða af dögum alla hæðst settu leiðtoga SA sveitanna, þar á meðal Ernst Röhm. Þessi atburður er kallaður [[nótt hinna löngu hnífa]].<ref name=hook/>
 
 
=== Aukin völd ===
Eftir því sem tímanum leið öðlaðist Himmler sífellt meiri völd og í apríl 1934 var Himmler orðin einn af hæst settu mönnum í Gestapo, leyniþjónustu nasista.<ref>''Encyclopædia Britannica''.</ref> Í júní 1936 var Himmler skipaður yfirmaður allra lögreglusveita Þýskalands. 1943 tók Heinrich Himmler við af [[Wilhelm Frick]] sem innanríkisráðherra Þýskalands.<ref name=hook/>
 
=== Helförin ===
 
== Örlög ==
[[Mynd:Himmler Dead.jpg|thumb|right|Lík Himmlers árið 1945.]]
Hitler og fleiri hátt settir nasistar frömdu sjálfsmorð í kjölfar ósigurs Þýskalands en Himmler var ekki jafn staðfastur. Hann reyndi bæði að skipta gíslum úr röðum gyðinga fyrir pening og ná friðarsamningum við Bandamenn án samþykki Adolf Hitler. Þann 5. maí 1945 hélt hann síðasta fund sinn með háttsettum mönnum í SS. Hann skipaði þeim að dulbúast sem hermenn því líklegra væri að þeir myndu sleppa við refsingu en ef þeir myndu koma fram sem meðlimir SS-sveitanna. Sjálfur sagði hann að örlagadísirnar hafi ætlað honum nýtt verkefni. Honum varð þó fljótt ljóst að Bandamenn myndu ekki semja frið við mann eins og hann. SS-sveitirnar undir forystu og leiðsögn hans höfðu myrt milljónir manna.<ref>Rees, Laurence, bls 220.</ref> Með því að dulbúast og sýna falska pappíra reyndi Himmler að leyna auðkenni sínu. Bretar handsömuðu og komu upp um auðkenni Heinrichs Himmlers fljótlega eftir uppgjöf Þjóðverja og 23. maí 1945 framdi hann sjálfsmorð með því að taka inn blásýruhylki.<ref name=hook/>