„Bill Clinton“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
|undirskrift = Signature of Bill Clinton.svg
}}
'''William Jefferson Clinton''', best þekktur sem '''Bill Clinton''', (skírður '''William Jefferson Blythe'''; f. [[19. ágúst]] [[1946]]) er [[BNA|bandarískur]] [[lögfræðingur]] og [[stjórnmál]]amaður, sem gegndi embætti 42. [[forseti Bandaríkjanna]] frá [[20. janúar]] [[1993]] til [[20. janúar]] [[2001]]. Hann tók við embættinu þegar hann var 46 ára og er því þriðji yngsti forseti Bandaríkjanna. Áður en hann varð forseti hafði hann setið í nær tólf ár sem [[fylkisstjóri Arkansas]]. Hann er giftur [[Hillary Clinton|Hillary Rodham Clinton]], [[Öldungadeild Bandaríkjaþings|öldungadeildarþingmanni]] fyrir [[New York-fylki|New York]], sem bauð sig fram til forsetaembættis BNA í kosningum [[2008]] og [[2016]]. Síðustu embættisár hans einkenndust af stjórnmálahneyksli þar sem hann var sakaður um að hafa borið [[ljúgvitni]] og reynt að hamla réttvísinni í málum sem vörðuðu samband hans við [[Monica Lewinsky|Monicu Lewinsky]] og áreitni við fyrrum starfsmann Arkansas-fylkis, [[Paula Jones|Paulu Jones]], sem ákærði hann.
== Forsetaferill ==
Bill Clinton hefur verið lýst sem nýdemókrata.<ref> {{cite web | url = http://www.dlc.org/ndol_ci.cfm?kaid=127&subid=173&contentid=252794 | title = Bill Clinton, New Democrat | accessdate = 2010-10-14 | date = 2004-07-25 | work = DLC}}</ref> Nokkur af stefnumálum hans, til dæmis [[fríverslunarsamningur Norður-Ameríku]] og velferðarumbætur hafa verið tengd við miðjuflokksstefnu í anda samtímamanna eins og [[Tony Blair|Tony Blairs]] og [[Gerhard Schröder|Gerhards Schröder]]<ref> {{cite web | url = http://query.nytimes.com/gst/fullpage.html?res=9F0CE5D91F39F935A35751C1A965958260 | title = Essay; Looking Beyond Peace | accessdate = 2010-10-14 | last = Safire | first = William | date = 1993-12-06 | work = New York Times}}</ref> en það er stefna sem gengur að stórum hluta út á að samtvinna hægristefnu og vinstristefnu innan markaðsmála og samfélagsmála. Annars hafa flest stefnumál hans verið vinstra megin. Í valdatíð Clintons var lengsta vaxtatímabil á friðartímum innan hagkerfis Bandríkjanna frá upphafi.<ref> {{cite web | url = http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2008/02/02/AR2008020202521.html | title = Bill Clinton's Legacy | accessdate = 2010-10-14 | last = Baker | first = Peter | date = 2008-02-03 | work = The Washington Post}}</ref><ref> {{cite web | url = http://www.history.com/topics/bill-clinton | title = Bill Clinton | accessdate = 2010-10-14 | work = History.com}}</ref>