„Maximilien Robespierre“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stonepstan (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
Þrátt fyrir að hafa í upphafi verið á móti dauðarefsingum átti Robespierre mikilvægan þátt í aftöku [[Loðvík 16.|Loðvíks 16.]] í nafni þess að hægt yrði að stofna [[Fyrsta franska lýðveldið|franskt lýðveldi]].
 
Robespierre var á móti stríði Frakka við [[Austurríska keisaradæmið|Austurríki]] árið 1792 og óskaði eftir afnámi konungsveldisins. Hann var meðlimur í stjórninni sem mynduð var í París eftir fall [[Bastillan|Bastillunnar]] og var kjörinn á stjórnlagaþingið, þar sem hann sat sem hluti af „Fjallbúahópnum“„[[Fjallbúar|Fjallbúahópnum]]“ (''Montagnard'') í andstöðu við [[Gírondistar|Gírondína]]. Eftir að Gírondínum var rutt úr vegi í uppreisninni 31. maí - 2. júní 1793 gerðist Robespierre meðlimur í Velferðarnefndinni („''Comité de salut public''“) sem bandamaður hans [[Georges Danton]] stofnaði. Þar tók hann þátt í stofnun byltingarstjórnar og í því að skipuleggja [[Ógnarstjórnin|Ógnarstjórnina]]. Ógnarstjórnin var réttlætt með þeim hætti að stríðsástand ríkti gagnvart konungssinnum og andófsmönnum meðal byltingarsinna.
 
Vorið 1794 létu Robespierre og félagar hans í Velferðarnefndinni handtaka og hálshöggva fjölmarga pólitíska andstæðinga sína. Þar á meðal var Danton hálshöggvinn vegna ásakana um spillingu og tengsl við óvini Frakklands. Robespierre stóð að því að hægt var á „afkristnun“ Frakklands og atkvæði greidd um að franska þjóðin viðurkenndi tilvist „æðri veru.“