„Rjúpa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 38:
Rjúpan er lykiltegund í íslensku vistkerfi og einn einkennisfugla íslenskrar náttúru. Rjúpnaveiðar eru vinsælt tómstundagaman og eru rjúpur hluti af jólahefð margra íslenskra fjölskyldna.
 
Stofnstærð er talin mjög breytileg, frá 50 þúsund til 200 þúsund pör á sumrin en allt að 1 milljón fuglar að vetri. Rjúpnastofninn er sveiflóttur og um tíu ár hafa liðið á milli toppa, þessar sveiflur eru taldar vera náttúrulegar og að skotveiðar stjórni þeim ekki. Rannsóknir hafa sýnt að stofnbreytingarnar, það er hvort stofninn vex eða minnkar, ráðast af vetrarafföllum, þ.e. veðri og fæðuframboði. Hóflegar veiðar eru ekki taldar hafa áhrif á stöðu og hlutverk rjúpunnar í vistkerfinu. Rjúpan var friðuð frá hausti 2003 til hausts 2005.
 
Alls sáust 1822 rjúpur í talningu 2017-2018. Er það talið 1-2% af stofninum sem samkvæmt því telur um 120-130.000 fugla. <ref>[http://www.ruv.is/frett/rjupum-fjolgar-mikid-vida-um-land Rjúpum fjölgar mikið víða um land] Rúv, skoðað 31. maí, 2018.</ref>