„Menntaskólinn á Akureyri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
lagfæring
Lína 44:
Menntaskólinn á Akureyri er rótgróin stofnun þar sem nokkuð er um gamlar hefðir og má til dæmis nefna þegar nemendur safnast á ganga Gamla skóla til þess að reyna að syngja fyrir fríi. Árshátið skólans hefur löngu fest sig í sessi og er haldin á ári hverju í kringum [[Fullveldisdagurinn|fullveldisdaginn]] 1. desember. Sú hátíð er vímulaus eins og allar samkomur á vegum skólans og skólafélagsins.
 
Skólafélagið '''Huginn''' sér um skipulag félagslífsins, gefur út skólablaðið ''Muninn'' og stendur fyrir viðburðum á borð við ''Ratatosk'' sem eru opnir dagar þar sem brugðið er útaf hefðbundinni stundaskrá skólans og boðið upp á ýmiss konar fyrirlestra og námskeið. Undir skólafélaginu starfa svo fjölmörg félög eins og leikfélagið LMA, tónlistarfélag, íþróttafélag, kór, ljósmynda- og myndbandafélag, kaffivinafélag og svo framvegis. Algengt er að nöfn félaganna séu skammstöfuð og enda þau þá ávallt á MA, þar má nefna HÍMA og VÍMA sem eru stjórnmálafélög skólans (Hægri menn í MA og Vinstri menn í MA). Núverandi formaður Hugins er Kolbrún Ósk.
 
Eitt af því sem einkennir mjög andrúmsloftið í skólanum er það að nemendur hans koma alls staðar af landinu en stór [[heimavist]] er við skólann, um helmingur nemenda skólans kemur ekki frá Akureyri.