„Margrét Valdimarsdóttir mikla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Roskilde_Margrethe1_grave.jpg|thumb|right|Gröf Margrétar í Hróarskeldudómkirkju]]
[[File:Roskilde Drottning Margareta Anne-Marie Carl-Nielsen 02.JPG|thumb|Margareta,[[Roskilde]], [[Anne Marie Carl-Nielsen]]]]
'''Margrét Valdimarsdóttir mikla''' ([[1353]] – [[28. október]] [[1412]]) var drottning [[Danmörk|Danmerkur]], [[Noregur|Noregs]] og [[Svíþjóð]]ar og stofnandi [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandsins]], sem sameinaði Norðurlöndin. Í Danmörku er hún oft kölluð Margrét 1. til aðgreiningar frá [[Margrét 2.|núverandi drottningu]] en hún taldist aldrei eiginlegur þjóðhöfðingi þótt hún stýrði ríkjunum í raun um langt skeið og væri valdamesta kona Evrópu. Hún var stundum kölluð „[[Semíramis]] norðursins“.
 
Margrét var dóttir [[Valdimar atterdag|Valdimars 4.]] Danakonungs. Tíu ára að aldri var hún gift [[Hákon 6. Magnússon|Hákoni 6.]] Noregskonungi, sem var rúmum 10 árum eldri. Árið 1370 eignuðust þau soninn [[Ólafur 4. Hákonarson|Ólaf]] og þegar Valdimar konungur dó [[1375]] tókst Margréti að fá hann útnefndan konung þótt Valdimar hefði verið búinn að útnefna annan dótturson sinn, [[Albrekt 3. af Mecklenburg]], sem hafði orðið konungur Svíþjóðar nokkrum árum áður, sem erfingja sinn. Hún stýrði sjálf ríkinu í nafni Ólafs og þegar Hákon lést [[1380]] og Ólafur varð konungur Noregs stýrði hún því ríki einnig. Ólafur dó [[1387]] og Margrét var þá kjörin [[ríkisstjóri]] Danmerkur og Noregs og 1388 einnig í Svíþjóð, þegar Svíar losuðu sig við hinn óvinsæla Albrekt, sem var tekinn höndum og hafður í haldi í sex ár.