„Vladímír Lenín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 26:
 
===Byltingarsinni===
Þegar útlegðinni var lokið eyddi hann þónokkrum tíma í að ferðast innan Rússlands og víðar í Evrópu og var þá duglegur að gefa út tímarit og bækur og var þar meðal annars í slagtogi með mönnum eins og Plekhanov og [[TrotskyLev Trotskíj]]. Það var á þessum tíma sem hann tók upp byltingarnafnið Lenín og er talið að það sé í eftir ánni Lenu sem rann við Shushenskoye.<ref name=hvervarlenín/>
Árið 1903 klofnaði sósíaldemókrataflokkurinn í [[Bolsévikar|bolsévíka]] og [[Mensévikar|mensévíka]]. Lenín hafði þá verið duglegur undanfarin ár að útbreiða boðskap sinn um byltingu og kommúnisma. Hann var foringi bolsévíka sem þýðir „stuðningsmenn meirihlutans“ en nafnið var dregið af því að í kosningum um aldamótin fengu þeir meirihluta atkvæða, það átti þó ekki eftir að vera svo alltaf. [[Julius Martov]] leddi svo mensévíka sem þýðir „stuðningsmenn minnihlutans“ af sömu ástæðu. Bolsévíkar voru mun róttækari í hugsun en mensévíkar og vildu stofna til byltingar verkalýðsins í Rússlandi en mensévíkar vildu búa til sterkan lýðræðislegan stjórnmálaflokk og fannst Lenín vera með einræðistilburði. Í hvert skipti sem menn reyndu að sameina sósíaldemókrataflokkinn var Lenín alltaf þar til að stöðva það með kröfum um byltingu. Það fór þó þannig að bolsévíkar töpuðu miklu fylgi og mensévíkar voru komnir með mun meira af fólki á bak við sig.<ref name=poulsen>Poulsen (1985), bls. 43-45.</ref><ref name=hvervarlenín/>
Lína 34:
===Rússneska byltingin===
[[Mynd:Lenin.WWI.JPG|thumb|left|Lenín á tíma fyrri heimsstyrjaldarinnar.]]
Árið 1917 varð svokölluð [[Febrúarbyltingin]] í Rússlandi, en þeir voru reyndar með öðruvísi dagatal heldur en almennar vesturþjóðir og því gerðist hún í rauninni í mars. Í þessar byltingu var [[Nikulás 2.|keisaranum]] steypt af stóli og við tók bráðabirgðastjórn [[Aleksandr Kerenskij]] sem ætlaði að klára stríðið á mun skemmri tíma heldur en allt stefndi í. Það gekk þó ekki allt upp sem skildi og í apríl kom Vladimar Lenín aftur til Rússlands frá Sviss til að leiða bolsévíka. Fyrsta verk hans var að lýsa yfir því að önnur bylting, bylting verkalýðsins, væri yfirvofandi og var þar með vitað að ekki náðist eining á meðal stjórnamanna í Rússlandi strax.<ref name=poulsen/> Lenín flúði þó aftur frá Rússlandi til Finnlands eftir að hafa verið sakaður um að vera handbendli [[Þýska keisaraveldið|Þjóðverja]] en hann fékk fjármagn frá þeim. Lenín var þó ekki lengi fjarverandi en hann sneri aftur í nóvember. Nóvember í hinum vestræna heimi var reyndar október í Rússlandi og eftir því nefnist [[Októberbyltingin]] sem Lenín leiddi og steypti endanlega bráðabirgðastjórn Kerenskij af stóli. Sú bylting byggðist á því að byltingarmennirnir, undir stjórn TrotskysTrotskíj, réðust á mikilvægustu staði stjórnvalda og náðu þannig að þvinga bolsévíka til valda.<ref name=berndl>Berndl (2008), bls. 480-481.</ref>
 
Í kjölfarið bönnuðu bolsévíkar alla stjórnmálaflokka og blöð frá þeim, þjóðnýttu banka og einkaeignir og bönnuðu nánast öll viðskipti. Fyrrverandi eigendur þessara eigna fengu engar bætur og Lenín sagði að hann ætlaði að koma peningunum og eignum til bændasamfélagsins. Hann var viss um að hægt væri að koma á sósíalísku stjórnarkerfi í Rússlandi og var tilbúinn að beita öllum brögðum til þess. Andstæðingar hans voru þessu mjög mótfallnir og bentu á hættuna á að þetta gæti leitt til einræðis.<ref name=hvervarlenín/>
Lína 41:
 
===Rússneska borgarastyrjöldin===
Í kjölfar friðarsamningana blossaði upp mikill hiti í Rússlandi og fannst andstæðingum bolsévíka að samningarnir væru afar óhagstæðir fyrir Rússland. Í kjölfarið varð [[Rússneska borgarastyrjöldin|borgarastyrjöld]] þar sem rauðliðar (her bolsévíka) og hvítliðar (her andstæðingana) börðust í hörðum bardaga í þrjú ár. Þrátt fyrir að hvítliðar nytu stuðnings Bandamanna, fór það svo að rauðliðar báru sigur úr býtum og var það ekki síst fyrir tilstilli herkænsku TrotskysTrotskíjs og pólitískrar visku Leníns. Í þessu stríði voru mörg ódæðisverk framin af hálfu beggja aðila. Það sýndi þó betur fram á að Lenín var tilbúinn að beita öllum brögðum til þess að sjá Rússland sem sósíalískt ríki. Bolsévíkar stofnuðu sérstaka leynilögreglu sem nefndist Cheka en var einnig kölluð rauða ógnvaldið. Hennar verkefni voru að elta niðri pólitíska andstæðinga og í raun alla sem bolsévíkar töldu óvini sína og taka þá af lífi. Ekki er vitað með vissu hversu mörg mannslíf þetta ógnvald kostaði en tölur á bilinu 13 þúsund til 140 þúsund hafa verið nefnd.<ref name=hvervarlenín/>
 
Vald Leníns hafði stóraukist á frekar skömmum tíma og þann 30. ágúst, árið 1918 var hann skotinn. Hann lifði þó af en mjög líklegt er að þessi meiðsl hafi átt þátt í dauða hans nokkrum ára seinna.<ref name=hvervarlenín/>