„Auga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
bara gaman
Merki: Skipt út blanking Sýnileg breyting
Lína 1:
: ''Sjá einnig [[Vefmyndavél|vef- eða tölvuauga]].''
 
[[Mynd:Eye iris.jpg|thumb|200px|Nærmynd af [[maður|mannsauga]].]]
[[Mynd:Amur Tiger Panthera tigris altaica Eye 2112px edit.jpg|thumb|Mynd af auga [[síberíutígur]]sins.]]
'''Auga''' er [[líffæri]], sem skynjar [[ljós]] og gerir [[dýr]]i mögulegt að [[sjón|sjá]]. Er hluti [[sjónfæri|sjónfæra]], auk [[sjóntaug]]ar og [[heili|heila]]. Einföldustu augu geta aðeins skynjað hvort umhverfið er [[myrkur|dimmt]] eða bjart. Flóknari augu geta á hinn bóginn veitt fullkomna sjón. [[Ljósnemi|Ljósnemar]] augans kallast [[keila (ljósnemi)|keilur]] og [[stafur (ljósnemi)|stafir]].
 
== Mannsaugað ==
Mannsaugað kann að vera af mismunandi litum. Algengasti litur er brúnn, en blá eða græn augu tíðkast stundum í meirihluta í sumum þjóðum. 88% af Íslendingum eru blá- eða græneygðir.
Mannsauganu er skipt í nokkra hluta:
 
* [[Augnknöttur]]inn, ''bulbus oculi'', liggur í [[augntóft]]inni, en hann er myndaður úr þremur hjúpum:
** [[trefjahjúpur|Trefjahjúp]], ''tunica fibrosa''
** [[æðuhjúpur|Æðuhjúp]], ''tunica vasculosa''
** [[innhjúpur|Innhjúp]], ''tunica interna''
* [[augnhvíta|Hvíta]], ''sclera'', er hvít og ávöl og er gerð úr bandvef. Hvítan rennur saman við [[glæra|glæru]], sem einnig er nefnd [[hornhimna]], ''cornea''.
* [[Æða]], ''choroidea'', er gerð úr [[sortufruma|sortufrumum]] sem draga til sín [[ljósgeisli|ljósgeisla]].
* [[Lita]], ''iris'', er litaði hluti augans. Hún er ýmist blá, græn eða brún, allt eftir litkornamagni. Svartur blettur í miðju litunnar er [[sjáaldur|sjáaldrið]], sem einnig heitir [[ljósop]], ''pupilla'', en það minnkar og stækkar eftir birtuástandi og líkams- og/eða hugarástandi.
 
{| valign="top" style="border:1px solid #638C9C;"
|
* 1 = [[augasteinn]]
* 2 = [[burðarband]]
* 3 = [[aftara augnhólf]]
* 4 = [[fremra augnhólf]] (fullt af [[augnvökvi|augnvökva]])
* 5 = [[glæra]], [[hornhimna]]
* 6 = [[sjáaldur]], [[ljósop]]
* 7 = [[lithimna]], [[lita]], [[regnbogahimna]]
* 8 = [[brárvöðvi]]
* 9 = [[æða]], [[æðahimna]]
* 10 = [[hvíta]], [[augnhvíta]]
* 11 = [[sjóna]], [[nethimna, sjónhimna]]
* 12 = [[sjónugróf]]
* 13 = [[sjóntaugardoppa]]
* 14 = [[sjóntaug]]
* 15 = [[augnhlaup]]
|valign="top"|[[Mynd:Schematic diagram of the human eye.svg|thumb|300px|Mannsauga]]
|-
| heigth="1px" bgcolor="#638C9C" colspan="2" |
|-
|
# [[afturhólf]]
# [[laufarönd]]
# [[brárvöðvi]]
# [[brárgjörð]]
# [[blástokkur hvítu]]
# [[sjáaldur]], [[:is:ljósop|ljósop]]
# [[framhólf]]
# [[glæra]], [[hornhimna]]
# [[lithimna]], [[lita]], [[regnbogahimna]]
# [[augasteinn]]
# [[augasteinskjarni]]
# [[brárklakkar]]
# [[Augnknattartára]]
# [[neðri skávöðvi]]<!-- [[efri skávöðvi]] m.obliquus superior-->
# [[neðri beinn]]
# [[miðlægur beinn]]
# [[sjónuslagæðar og sjónubláæðar]]
# [[sjóntaugardoppa]]
# [[heilabast]]
# [[sjónumiðjuslagæð]]
# [[miðjubláæð sjónu]]
# [[sjóntaug]]
# [[sveipbláæðar]]
# [[augnknattarslíður]]<!--vagina bulbi-->
# [[depill (líffæri)|depill]]
# [[sjónugróf]]
# [[augnhvíta]] (hvíta)
# [[æða]], [[æðahimna]]
# [[efri beinn]]
# [[sjóna]], [[nethimna]], [[sjónhimna]]
|valign="top"|[[Mynd:Eye-diagram no circles border.svg|thumb|300px|Mannsauga]]
|}
 
== Algengir augnkvillar ==
* [[Slímhimnubólga]], ''conjunctivitis'', [[bólga]]/[[erting]] í [[slímhimnu]], sem klæðir augu að framan og [[augnlok]] að innanverðu.
* [[Ellifjarsýni]], ''presbyopia'', aðlögunarhæfni [[augasteinn|augasteins]] minnkar þegar aldur færist yfir og veldur því að fólk sér síður það sem er nær því.
* [[Fjarsýni]], ''hypermetropia/hyperopia'', sjónímynd lendir aftan við [[sjóna|sjónu]], mögulega vegna þess að augnknötturinn getur verið of stuttur eða ljósbrotshæfni augasteins er léleg. Fjarsýni hefur sömu eða svipuð áhrif og ellifjarsýni á sjón, fólk sér síður það sem er nær því.
* [[Gláka]], ''glaucoma'', aukinn þrýsingur í auga vegna fyrirstöðu á rennsli [[glervökvi|glervökva]] milli augasteins og liturótar. Gláka veldur [[blinda|blindu]] ef [[meðferð]] dregst á langinn.
* [[Nærsýni]], ''myopia'', sjónímynd lendir framan við sjónu, yfirleitt vegna þess að augnknötturinn er of langur. Nálægir hlutir sjást greinilega en fjarlægir hlutir illa.
* [[Rangeygð]], [[tileygð]], [[skjálgi]], ''strabismus'' er þegar augun eru ekki samstillt, annað augað gæti beinst að nefi og hitt til hliðar. Það auga sem ekki er ríkjandi er sagt vera latt.
* [[Sjónskekkja]],''astigmatismus'', galli eða annmarki á kúpli hornhimnu veldur sjónskekkju. Sjónin verður léleg þar sem ljósgeislarnir tvístrast og ná ekki saman í [[sjónpunktur|sjónpunkti]].
* Ský á auga, drer, ''cataracta'', ský myndast oft með aldri í glærum augasteininum, svo hann verður ógegnsær. Ein algengasta orsök blindu í heiminum, en unnt að lagfæra með tiltölulega lítilli skurðaðgerð. Þessi skurðaðgerð er algengasta aðgerð sem framkvæmd er hér á landi.
Með [[sjóntæki|sjóntækjum]] er mögulegt að bæta sjóngalla, sem stafa af algengustu augnkvillum.
Með laseraðgerð má einnig bæta sjóngalla af völdum nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju.
 
== Tengt efni ==
{{Wiktionary|auga}}
* [[Hið alsjáandi auga]]
* [[Illt auga]]
* [[Augngrugg]] (litlir blettir í auganu)
* [[Stírur]]
 
{{Líkamshlutar mannsins}}
 
[[Flokkur:Skynfæri]]